Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 60
Tímarit Máls og menningar Fyrir framan þau er sandurinn alveg ósnortinn, gulur og mjúkur allt frá klettinum að vatninu. Börnin þokast fram í beinni röð, með jöfnum hraða, án þess að taka á sig nokkurn minnsta krók, róleg og leiðast. Fyrir aftan þau sandurinn, rétt aðeins rakur, markaður þrem röðum af sporum sem berir fætur þeirra skilja eftir, þrem regluleg- um endurtekningum af sporum sem líkjast og eru með sama bili, vel mótuð, án misfellu. Börnin horfa beint fram fyrir sig. Þau renna ekki auga til kletta- beltisins háa, vinstra megin, né til sjávarins, þar sem öldurnar smáu bresta af og til, á hina höndina. Enn síður verður þeim fyrir að snúa sér við, til að virða fyrir sér farinn spöl. Þau halda áfram leiðar sinnar, með jöfnum skrefum og hröðum. Fyrir framan þau spígsporar hópur sæfugla um ströndina, alveg í flæðarmálinu. Þeir færast fram jafnhliða göngu barnanna, í sömu átt og þau í um það bil hundrað metra fjarlægð. En þar eð fuglarnir fara miklum mun hægar, nálgast börnin þá. Og þar sem öldurnar þurrka jafnharðan út stjörnuförin eftir fæturna, þá geymast spor barnanna letruð snyrtilega í sandinn sem er rétt aðeins rakur og þrjár spora- línur halda áfram að lengjast þar. Dýpt þessara spora er söm: næstum tveir sentímetrar á hæð. Þau eru ekki afskræmd, hvorki við hrun bakkanna né við að hællinn gangi of djúpt, né táin. Þau virðast skorin skörpu móti í yfirborðs- lag landsins, einsog búnaður þess væri. Þannig teygist hin þrefalda lína þeirra, æ fjær, og virðist samtímis hjaðna, hægjast, renna saman í eitt far sem greinir sjávarbakkann í tvær ræmur, eftir endilöngu, sem lýkur í fínlegri vélrænni hreyfingu, þarna fyrir handan, eins og hún gerðist öll á staðnum: að ýmist hnígi eða hefjist sex berir fætur. Eftir því sem fæturnir fjarlægjast, færast þeir samt nær fuglunum. Ekki einasta færast þeir óðfluga áfram, heldur minnkar hin hlutfalls- lega fjarlægð sem aðgreinir hópana tvo enn miklu örar, miðað við þann veg sem þegar er farinn. Brátt verða ekki nema fá skref milli þeirra . . . En þegar þau virðast loks í þann veginn að ná fuglunum, þá berja þeir skyndilega vængjunum og hefjast til flugs, fyrst einn, síðan tveir, síðan tíu . . . Og allur flokkurinn, hvítur og grár, hnitar hring 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.