Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 137
Þá er mjög bagalegt að höfundur skuli
ekki hafa haft fyrir því að búa til nafna-
skrá, sem mjög hefði aukið notagildi
bókarinnar, ekki síst fyrir fræðimenn. I
bókinni er fjöldi aftanmálsgreina, og er
óþægilegt að þurfa sífellt að fletta aftast
í bókinni jafnframt því sem lesið er.
Flestar greinanna eru aðeins vísanir í
blaðsíðutöl, sem einfaldast hefði verið
að setja í sviga í meginmálið; en aðrar
aftanmálsgreinar hefðu verið betur
komnar neðst á viðeigandi blaðsíðum í
meginmáli. Nokkur ritanna í heimilda-
skránni eru endurútgáfur og þýðingar; í
slíkum tilvikum er sjálfsögð regla að
geta frumútgáfuárs innan sviga svo les-
andi geti sett verkið í rétt tímasamhengi.
Þá er þess að geta að víða er orðalag
uppskafningslegt og ósmekklegt í bók-
inni. Skal nú taka nokkur dæmi þess:
Þrátt fyrir þetta er Brekkukotsannáll
áberandi vísbending um ofurlítið
blóðlausa afslöppun - bókin er til
vitnis um að samfara þverrandi trú
Halldórs á lausnarhlutverki komm-
únismans hefur nokkur spenna lekið
út af rafmagnaðri sköpunarþrá hans
og getu (140).
Ef hér er átt við að sköpunarþrá skálds-
ins hafi minnkað áður en hann skrifaði
Brekkukotsannál hefði þurft að rök-
styðja það nokkrum orðum - eða hvað
þykist höfundur vita um þrár Halldórs
Laxness?
Vegna háðunglegrar [þ. e. a. s.
háðulegrar] meðferðar Halldórs í
Gerplu á hetjuímynd norrænna
fornsagna risu allra flokka „Fram-
sóknarmenn" á Islandi upp á spari-
•fæturna [. . .] (138).
Lesandi spyr: Hverjir eru allra flokka
Framsóknarmenn? Hvaða fætur á þeim
eru sparifætur?
Með grófri einföldun má segja að
Halldór hafi ætíð fleytt rjómann of-
an af öllum þáttum þekkingar sinnar
á sósíalisma til hagnýtingar við
sköpun skáldverka - snaslinu hafi
hann hent til Stalíns (136).
Orðið snasl, sem mun merkja úrgangur,
á illa við í þessu sambandi. Eg veit ekki
til að Stalín hafi nokkru sinni tekið við
úrgangsþekkingu frá Halldóri.
Þessi „kenning“ um órjúfanleg
tengsl marxisma og Sovétríkjanna
hefur alla tíð borið uppi sósíalisma
Halldórs Laxness, og hugmynda-
heim hans verður að vega og meta á
þeim forsendum.
Þeim sem fæddir eru eftir seinna
stríð og þekkja ekkert alvald nema af
afspurn leyfist víst ekki að benda á
að „kenningin" er, og hefur alltaf
verið, RAUNG (!!!) (123).
Spyrja má: Því leyfist þeim það ekki?
Því takmarka þetta við þá sem eru
fæddir eftir seinna stríð? Og hverjir
skyldu þekkja alvaldið öðruvísi en af
afspurn?
Enginn vandi hefur enn verið leystur
í heiminum með því að láta andskot-
ann setjast í stól afa síns (119).
Spurning: Hefur nokkurn tímann verið
stungið uppá slíkri lausn?
Forvígismenn fasismans fóru hins
vegar aldrei í felur með sína hug-
myndafræði - því síður aðferða-
fræðina, enda höfðuðu þeir einungis
127