Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 35
Eftir spennufallið kaupsýslumaður „með margt í takinu“ eins og hann orðaði það þegar hann tók á móti þeim á ríkmannlegri skrifstofu sinni. Hann var virðulegur og föðurlegur maður á óræðum aldri með gulgljáandi skalla, andlitið slétt og fellt og sérkennilegur kækur í nasavængjum. Eitt af því sem hann hefði í takinu væri þessi sjoppa, Paradís, og hann væri að svipast um eftir ungu og rösku pari sem gæti tekið að sér daglegan rekstur hennar, séð um að allt gengi snurðulaust. Sjálf- ur hefði hann svo mörgu öðru að sinna, sagði hann íhugandi, og nasavængirnir tifuðu með eins og til áherslu. Ekkert af þessu fannst þeim Aðalsteini og Eddu neitt sérlega spennandi eða freistandi, enda vissu þau af þungbærri reynslu hve sjoppukarlar geta oft verið viðsjárverðir. Þau fundu bæði af eðl- isávísun að þetta var ekkert handa þeim og leiddu því talið sam- kvæmt venju rakleitt að launamálum til að geta bitið manninn af sér. En þá fyrst fór að færast hiti í leikinn og þau fengu ástæðu til að leggja við hlustir: Aðspurður um mánaðarlaun nefndi Guðni eins og ekkert væri sjálfsagðara upphæðir handa hvoru þeirra, sem voru að minnsta kosti tvenn bankastjóralaun og bílastyrkur þá innifalinn. Honum stökk ekki bros og þau fundu strax einhvern veginn að manninum var alvara. Að sjálfsögðu voru þetta svimandi upphæðir miðað við óveruna sem Edda hafði á barnaheimilinu eða Aðalsteinn í útkeyrslunni hjá Blaðinu. I fyrstu varð þeim orðfall, svo Guðni hélt áfram ótrauður og sagðist sjá það á ýmsu að þau væru einmitt fólkið sem hann væri að leita að. Aður en þau komu upp nokkru orði hafði hann lagt til að þau kæmu með honum þá þegar að skoða sjoppuna. Þegar þau voru bæði sest í aftursætið á glæsivagni Guðna skiptust þau þar á þýðingarmiklum augnaráðum. Augnaráð Eddu var til- kippilegt og sagði: „Alveg er þetta makalaust, eigum við ekki bara að slá til?“ En Aðalsteinn, alltaf gætnari, lét glampa á móti: „Maður- inn hlýtur að vera geðbilaður, ég á nú eftir að sjá hann borga þessi laun . . .“ Einkennilegast var, að það var engu líkara en Guðni hefði laumast inn í augnaráðin og vissi innstu hugsanir þeirra. Varð þó ekki séð að hann hefði svo mikið sem gjóað auga í spegilinn. Nasavængirnir stigu sinn dans og hann sagði: - Að sjálfsögðu greiði ég ykkur fyrirfram . . . 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.