Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 49
Að skrifa gegn lesendum
sköpuð, heldur viðtakendum framtíðarinnar. Þau beindust að þeim viðtak-
endum sem málaralist Van Gogh átti eftir að skapa. Það eru ekki þeir sem
taka við listaverkinu sem móta það, beldur listaverkið sem mótar þá sem
taka við því.
Þetta er mjög greinilegt í list Van Gogh. Nú skreyta eftirprentanir af
málverkum hans milljónir borðstofa um gervallan heim, en meðan Van
Gogh var uppi, töldu allir að aðeins fáviti, vitfirringur, hryðjuverkamaður
eða barn gæti málað slíkar myndir.
Þetta gengur því auðvitað ofureðlilega fyrir sig: Meðan Van Gogh er að
mála myndir sínar er enginn fær um að njóta þeirra. List Van Gogh skapar
sjálf sína áhorfendur.
Þegar ég hafði komist að þessari niðurstöðu um einkennileg viðbrögð
gagnrýnenda við bókum okkar nýsöguhöfunda, tók ég upp á því að skrifa
þeim. Blaðagagnrýnendur eru vanir að fá harðorð skammarbréf, sérstak-
lega frá mönnum eins og mér, sem hafa hlotið harkalega útreið hjá þeim.
(Einn gekk svo langt að heimta að ég yrði leiddur fyrir rétt og dæmdur á
geðveikrahæli.) Eg skrifaði þeim aftur á móti kurteislega orðuð bréf, þar
sem ég sagðist skilja vel sjónarmið þeirra, enda væru þau sjónarmið vald-
hafanna, en að sennilega skjátlaðist þeim, því þessi sjónarmið ættu ekki við
það sem að mínu mati eru hinar einu sönnu bókmenntir tuttugustu aldar,
t.d. verk Joyce og Borges.
Oft voru gagnrýnendur snortnir af þessum skrifum mínum og smátt og
smátt fór sú hugmynd að skjóta rótum hjá þeim að e.t.v. væru til annars
konar bókmenntir en þær sem þeir höfðu gert sér í hugarlund.
Tvenns konar bókmenntir
Nú ætla ég í stuttu máli að draga upp mynd af tvenns konar bókmenntum,
en þessar tvær tegundir af bókmenntum eru enn til.
Það er sláandi að flestir nýsöguhöfundanna höfðu hlotið menntun á öðru
sviði en bókmenntum. Sarraute var lögfræðingur, Pinget málari. Claude
Simon var vínbóndi og vínkaupmaður. Sjálfur er ég landbúnaðarverkfræð-
ingur og hafði sérhæft mig í bananarækt.
Eg er kominn af fátæku fólki og var búinn að koma mér vel fyrir í lífinu,
átti hús, tvo bíla og naut virðingar. Allt í einu ákveð ég að yfirgefa þetta allt
saman til að skrifa skáldsögur. Svipaða sögu má segja af Claude Simon.
Hann seldi smám saman vínekrur sínar til að geta haldið áfram að skrifa.
„Hvað er það sem fær fólk til að skrifa skáldsögur?" spurði ég sjálfan
mig. Eg kom auga á tvær öndverðar ástæður fyrir því. Eg ætla nú að sýna
39