Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 66
Tímarit Máls og menningar
útvarpinu. Annars vegar er sem sagt um tilbeiðslu og þrá að ræða, hins
vegar niðurrif og spott. Milli þessara tveggja skauta sveiflast — eða öllu
heldur flæðir — ekki aðeins persónan Alda, heldur einnig texti bókarinnar.
Alda ferst, „ein báran stök“ (60), ofurseld þeim þjóðfélagslegu lögmálum
sem ráða. Hún sjálf gerir enga uppreisn, enda vandséð hvernig sú uppreisn
ætti að vera. Það gerir hins vegar textinn með flæði sínu og grótesku,
írónísku sjónarhorni og margslungnu myndmáli, þar sem svo til hvert atr-
iði frásagnarinnar, og ekki síður þar sem verið er að lýsa hversdagslegasta
umhverfi og venjulegustu atburðum, fær táknræna og óræða vídd. Þessi
eiginleiki textans vekur óróa og ugg um að ekki sé allt með felldu og
veruleikinn ekki þar sem hann er séður.
Orðrœða ástarinnar
Sú samlíking ástar og trúarbragða sem gengur sem leiðarminni um Tíma-
þjófinn er einkar athyglisverð borin saman við kenningar Juliu Kristevu í
Histoires d’amour— eða ástarsögum — frá árinu 1983.2 I þeirri bók rekur
hún sögu ástarinnar á Vesturlöndum um heimspekirit og bókmenntir allt
frá tímum Platós til okkar tíma og fléttar um leið máli sálsjúkra. Astin
hefur tekið við af trúarbrögðunum, segir hún, og einmitt í því felst kreppa
nútímamannsins og djúpstæð óhamingja hans. Það sem þjáir hann mest er
nefnilega skortur á ást. Hann á í erfiðleikum með að gefa sig annarri mann-
eskju og tilfinningum á vald, færa sitt eigið sjálf yfir á annan, og fáj>annig
útrás fyrir þessa frumþörf gagnkvæmni, tilbeiðslu og snertingar. I ástar-
þránni er takmarkið ævinlega fjarlægt. Það er annars staðar og því verður
aldrei náð.
Þessi tilfinning um ástleysi og skort kemur fram sem einhvers konar
eirðarleysi, einmanaleiki, þunglyndi og öryggisleysi gagnvart ástinni. Slík
tilfinning er hættuleg samfélaginu og því er hún þar að meira eða minna
leyti bæld, ómeðvituð og orðlaus. Vestrænan heim nútímans vantar orð
yfir ástina, segir Kristeva, og hún bendir á að engu sé líkara en ástarreynsl-
an í menningu okkar sé að hverfa, þar sem hún eigi svo erfitt með að finna
sér farveg, komast til skila. Hún verður ekki sögð á því almenna máli sem
samfélagið viðurkennir, heldur einungis á máli skáldskapar (og að vissu
marki sálsýki), þar sem hún kemur fram í því sem Kristeva kallar orðræðu
ástarinnar. En þessi orðræða í nútímaskáldskap verður að meira eða minna
leyti að fá lánaðar orðræður ástarinnar úr fortíðinni og vinna úr þeim.
Með orðræðu ástarinnar tekur Kristeva upp þráðinn frá Roland Barthes
sem í riti sínu Fragments d’un discours amoureux frá árinu 1977 skilgreinir
þessa tegund orðræðu og flokkar helstu einkenni hennar út frá völdum