Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar maður, „og þeim vanda linnti ekki að þurfa að sætta þessi eðli tvenn, svo hann færist ekki.“ (bls. 37) Drjúgur partur af fyrri hluta bókar- innar fer síðan í að lýsa ferðalagi As- mundar, yfir landið og milli menningar- heima, frá erlendum laufskálum í ís- lenska sveit. Lesandinn sér íslenska náttúru hér með augum skáldsins sem gaf út Hafblik og Hrannir, og átti til mælgi og ofhlæði í stórbrotnum lýsing- um sínum. Þetta er ekki „náttúran fág- uð námi og listum" einsog Einar Ben. lýsti henni í París (Signubakkar); hún er hrikaleg, og þögn hennar hrópandi („ég hlusta, þá náttúran þegir“ kvað Einar á öðrum stað). I þessu umhverfi sýnast menn vera að „bograst undir fargi end- urtekninganna, í tækifærisleysi" (bls. 13). Engu að síður kynnist sýslumaður- inn ungi hér raunverulegra, átakameira lífi en í öllum erlendum laufskálum samanlögðum, rétt einsog ást systkin- anna er sannari, ástrxðufyllri, sterkari og brothættari en sú sem Asmundur hafði átt sér úti. Þessa ást vill Asmundur beygja undir sitt vald. Þvi fer þó fjarri að í þeirri við- leitni sé hann sýndur sem eitthvert ill- menni. Lesandinn veit (sbr. samræður hans á leiðinni), að hann er samfélags- lega þenkjandi, vill lyfta þessari þjóð á hærra menningarstig, annars vegar með stórum framkvæmdum, hins vegar með því að framfylgja lögum. Hann leggst yfir málsskjöl Svartármálsins til að sækja sér styrk, les strangar áminningar föður síns, minnist erlends lærdóms síns. Svo virðist lengi vel sem Asmundi ætli að takast ætlunarverk sitt, að ná valdi á þessari guðlausu ástríðu. I minn- isstæðum kafla er því lýst hvernig hann brýtur barnslega þrjósku vinnumanns- ins á bak aftur í yfirheyrslum, og brátt lýtur honum prestssetrið allt. Nema þessi eina - sem „stóð þarna hvöss og stolt, og storkaði þeim sem kynnu að ráða hvort væri himni eða jörðu." (bls. 196) Og lesanda verður ljóst að mynd laganna, dómsvaldsins af þessari konu og hennar glæp er ekki sönn, og getur aldrei orðið það. Konan sigrar með því að beygja sig ekki undir þá veruleika- mynd, svíkja ekki ást sína, og tjá þenn- an skelfilega árekstur ástar og valds í einu ópi áður en hún segir skilið við lífið. Um leið tekst henni „að stefna hæst og syngja bezt í deyð, / að hefja rödd, sem á að óma lengi / í annars minni, þó hún deyi um leið“ einsog Einar Benediktsson kvað (Svanur). Ópið hættir ekki að óma í minni Ás- mundar. Það táknar ósigur hans sem valdsmanns, en líka ósigur hans sem skálds. Því sá sem sér heiminn með aug- um valdsins, sem aðeins þarf einn sann- leika og skilur ekki margræðni mann- legra örlaga, hann getur ekki skáldað. Sólveig er ekki einsog hann vildi hafa „morðingja" í sögu. Andartakið þar sem þau mætast, þegar hún stendur andspænis honum og hann á að lesa úr- skurðinn, er ekki einsog það andartak sem hann var alltaf að láta sig dreyma um að fanga: „Sýslumaðurinn rykkir sér úr þessum fangbrögðum, úr þessum nístandi faðmi; hann hrekkur undan, reynir að ná landi á bakkanum að baki; grípur pennastöngina einsog hann ætli að skrifa eitthvað. Andartakið er liðið." (bls. 199) Hann snýr aftur til útlanda beygður maður, horfin er framkvæmda- gleðin og hið valdsmannslega fas. Les- andinn getur ímyndað sér að sumir kaflar bókarinnar séu tilraunir hans til að glíma við málið aftur, og nú sem skáld. En honum tekst það ekki til 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.