Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 54
Tímarit Máls og menningar inn og meltir — þessi líking er einnig komin frá Sartre - er vitundin sam- kvæmt Husseri vitund sem er alltaf að varpa sjálfri sér út í heiminn. Eins og þið sjáið, þá er búið að snúa við hreyfingunni milli vitundar og heims. Heiminn ber fyrir vitundina sem fyrirbæri (þaðan kemur orðið fyrirbærafræði) og það aðeins vegna þess að vitundin er tóm - vegna þess að kjarni vitundarinnar er neindin. I Utlendingnum kemur slík vitund fram í bókmenntaformi, a.m.k. í fyrri hluta sögunnar. Þar skynjar lesandinn sterklega vitund sem kallar fram tilveru heimsins með því að varpa sjálfri sér á hann. Að sama skapi er tilvist þessarar vitundar háð því að hún láti heiminn vera til í tómarúmi eigin vitundar með því að varpa skynjun sinni á hann. Þegar kemur að nýsögunni flækist málið eilítið. I Útlendingnum eða í La Nausée (Velgjunni) eftir Sartre, er skilaboðum komið til lesenda um hvað er á seyði. Söguhetja Velgjunnar kennir heimspeki og getur því útskýrt eðli vitundarinnar sem verið er að lýsa, og í Útlendingnum kemur í ljós í seinni hluta bókarinnar, að söguhetjan Meursault er einnig siðferðisleg vitund, og sú vitund verður ofan á í seinni helmingi bókarinnar. I nýsögunni er þetta öðruvísi. Þar er einnig byrjað að segja sögu án þess að sá sem talar skilji nokkuð í því sem hann er að segja frá og einmitt vegna þess. Aftur á móti er frásögnin ekki gegnsýrð heimspekikenningum, sem raunar eru lesendum hvimleiðar. Sagan er bara sögð og haldið við yfirborð hlutanna, eins og hún birtist vitundinni. Hluthyggja nýsöguhöfunda Af þessu spratt á sjötta áratugnum einkennilegur misskilningur, sem ennþá eimir eftir af. Það er goðsögnin um hluthyggju (objectivité) nýsöguhöf- unda. Mest bitnaði þessi misskilningur á bókum mínum. Ég andmælti þessu þegar í Pour un nouveau roman (I nafni nýrrar skáldsögu). „Þetta er alveg út í hött,“ sagði ég. „Balzac er hluthyggjumaður, en ekki ég. Hann getur leyft sér það, af því hann hefur höndlað sannleikann um heiminn. Mér er fyrirmunað að vera hlutlægur vegna þess að ég bý ekki yfir þessum sannleik. Reyndar beini ég augum mínum að hlutum, en það er á sama hátt og vitund í anda Husserl, þ.e. sem mjög sjálflæg vitund. Vitundin sem talar í verkum mínum er í grundvallaratriðum sjálflæg.“ Bækur nýsöguhöfunda eru alls ekkert hlutlægar, heldur huglægar, eingöngu huglægar. Reyndar var þetta ekki sálfræðileg sjálflægni, sem lýsir eigin sjálfhyggju, heldur sjálfhyggja sem er snúið út á við, sem er varpað í sífellu á heiminn og á hlutina sem fylla þennan heim. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.