Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 54
Tímarit Máls og menningar
inn og meltir — þessi líking er einnig komin frá Sartre - er vitundin sam-
kvæmt Husseri vitund sem er alltaf að varpa sjálfri sér út í heiminn.
Eins og þið sjáið, þá er búið að snúa við hreyfingunni milli vitundar og
heims. Heiminn ber fyrir vitundina sem fyrirbæri (þaðan kemur orðið
fyrirbærafræði) og það aðeins vegna þess að vitundin er tóm - vegna þess
að kjarni vitundarinnar er neindin.
I Utlendingnum kemur slík vitund fram í bókmenntaformi, a.m.k. í fyrri
hluta sögunnar. Þar skynjar lesandinn sterklega vitund sem kallar fram
tilveru heimsins með því að varpa sjálfri sér á hann. Að sama skapi er tilvist
þessarar vitundar háð því að hún láti heiminn vera til í tómarúmi eigin
vitundar með því að varpa skynjun sinni á hann.
Þegar kemur að nýsögunni flækist málið eilítið. I Útlendingnum eða í La
Nausée (Velgjunni) eftir Sartre, er skilaboðum komið til lesenda um hvað
er á seyði. Söguhetja Velgjunnar kennir heimspeki og getur því útskýrt eðli
vitundarinnar sem verið er að lýsa, og í Útlendingnum kemur í ljós í seinni
hluta bókarinnar, að söguhetjan Meursault er einnig siðferðisleg vitund, og
sú vitund verður ofan á í seinni helmingi bókarinnar. I nýsögunni er þetta
öðruvísi. Þar er einnig byrjað að segja sögu án þess að sá sem talar skilji
nokkuð í því sem hann er að segja frá og einmitt vegna þess. Aftur á móti
er frásögnin ekki gegnsýrð heimspekikenningum, sem raunar eru lesendum
hvimleiðar. Sagan er bara sögð og haldið við yfirborð hlutanna, eins og
hún birtist vitundinni.
Hluthyggja nýsöguhöfunda
Af þessu spratt á sjötta áratugnum einkennilegur misskilningur, sem ennþá
eimir eftir af. Það er goðsögnin um hluthyggju (objectivité) nýsöguhöf-
unda. Mest bitnaði þessi misskilningur á bókum mínum. Ég andmælti
þessu þegar í Pour un nouveau roman (I nafni nýrrar skáldsögu). „Þetta er
alveg út í hött,“ sagði ég. „Balzac er hluthyggjumaður, en ekki ég. Hann
getur leyft sér það, af því hann hefur höndlað sannleikann um heiminn.
Mér er fyrirmunað að vera hlutlægur vegna þess að ég bý ekki yfir þessum
sannleik. Reyndar beini ég augum mínum að hlutum, en það er á sama hátt
og vitund í anda Husserl, þ.e. sem mjög sjálflæg vitund. Vitundin sem talar
í verkum mínum er í grundvallaratriðum sjálflæg.“ Bækur nýsöguhöfunda
eru alls ekkert hlutlægar, heldur huglægar, eingöngu huglægar.
Reyndar var þetta ekki sálfræðileg sjálflægni, sem lýsir eigin sjálfhyggju,
heldur sjálfhyggja sem er snúið út á við, sem er varpað í sífellu á heiminn
og á hlutina sem fylla þennan heim.
44