Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 43
Eftir spennufalhd
komin sönnunin fyrir óheiðarleika Guðna. Sjoppan sem yfirvarp
væri einmitt hugsuð sem eitthvað nógu fáránlegt til að blekkja lög-
regluna, enda væri það augljóst af rekstrarfyrirkomulaginu að þetta
væri ekki neitt raunverulegt fyrirtæki, heldur aðeins framhlið fyrir
glæpastarfsemi. Eplakassarnir væru eins og egg sandlóunnar: orpið á
víðavangi þar sem engum dytti í hug að leita. Og hvaðan gæti mað-
urinn svo sem haft allt þetta fé? Með því að þiggja þessi laun, þessa
blóðpeninga, væru þau hjónin auðvitað að nærast á ógæfu annarra.
Þannig lét Ormur dæluna ganga, en byrjaði svo lævíslega að telja
Eddu á að úr þessu yrði ekki skorið nema með því að gá í eplakass-
ana. Ef Guðni væri með allt sitt á þurru þá næði það bara ekkert
lengra, en ef það væri eins og hann héldi, að kassarnir væru fullir af
eiturlyfjum, þá væri það auðvitað skylda þeirra að fletta ofan af
honum. Og farsælast til lengdar.
Edda maldaði áfram í móinn og sagðist loks að minnsta kosti vilja
bera þetta undir Aðalstein. Það sagði Ormur af og frá, best væri að
Ijúka því sem fyrst. Bara strax. Hann var allt í einu orðinn ógnandi,
kvaðst öðrum kosti mundu sjálfur kalla á lögreglu þá þegar.
Þá lét Edda undan. Þau gengu að kössunum. Ormur dró upp úr
pússi sínu dyrka og stálfjaðrir af ýmsum gerðum og var ekki lengi
að opna lásana. Síðan lyfti hann lokunum varlega.
Edda varð harla fegin þegar innihaldið blasti við þeim. Þar var
ekki að sjá neina poka með hvítu dufti, enga dökkleita klumpa og
hlunka, enga torkennilega vökva, pillur, belgi og stauta, engar
sprautur, eins og Ormur var búinn að útmála fyrir henni áður. I
öðrum kassanum var skúringafata úr plasti og fáeinar hálfrakar tusk-
ur, auk hreingerningavökva. I hinum kassanum var kvenfatnaður
ýmis, nær- og fjær-, snyrtigræjur og loks ljóshærð, síðhærð hár-
kolla.
Ormur horfði lengi ofan í kassann. Hann tók upp hreingern-
ingabrúsa, skrúfaði tappann af og þefaði. Hann fann salmíakslykt.
- Eg skil, sagði hann, og Edda heyrði á raddblænum að hann
skildi einmitt ekki neitt.
- Þarna sérðu, sagði hún, og jafnvel þó hann sé með eitthvert
óeðli hérna á næturnar, þá er það bara eitthvað sem okkur kemur
ekkert við, allra síst þér.
Hún lokaði kössunum og læsti þeim á ný, sárgröm sjálfri sér fyrir
™m iii
33