Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 139
og boði kreddur þeirra" (164). Voru
þessir dóiga-marxistar þá með einhvers
konar félag? Eða hverjir heyrðu til hópi
þeirra ef ekki þeir menn sem aðhylltust
og boðuðu kreddur þeirra? Nokkru
fyrr ræðir Sigurður um „óhagganlega
tryggð [Halldórs] við það dólga-
marxíska (stalíníska) hugmyndakerfi
sem skilgreinir sósíalisma og kapítal-
isma nokkurn veginn nákvæmlega eftir
fyrirmynd miðaldaguðfræðinnar" (151).
Um fylgispekt skáldsins við dólgamarx-
isma fer því tvennum sögum í bókinni;
og sýnist sú skýring líklegust að Sigurð-
ur viti ekki nógu glöggt við hvað hann á
með hugtakinu.
Þá má nefna að kaflafyrirsagnir í bók-
inni eiga sýnilega að vera skáldlegar en
eru ýmist ósmekklegar eða missa
marks. Sigurður velur orðin „Berjand-
isk og bölvandisk" til að lýsa fyrstu
skrifum Halldórs Laxness í anda sósíal-
isma, en þessi orð eru höfð um hrúta
Bjarts í Sumarhúsum. Þau eiga illa við
um Halldór, eru hvorki fyndin né lýs-
andi.
Kaflinn um tímabilið 1934—38 nefnist
„Með hjartsláttinn í augunum" og er
það skýrt svo:
I Sjálfstæðu fólki segir frá því á ein-
um stað að Asta Sóllilja hrekkur við
undan ávarpi Bjarts bónda, „. . .
horfir á hann óttaslegin, með hjart-
sláttinn í augunum, og grípur and-
ann á lofti . . .“ Ekki ósvipuð er af-
staða Halldórs til fasismans“ (80).
Kaflinn fjallar einkum um afstöðuna til
Sovétríkjanna, ekki fasismans, og vand-
séð er á hvern hátt ótti Halldórs við fas-
isma hafi verið sambærilegur við ótta
hinnar sakbitnu Ástu Sóllilju við Bjart
stjúpa sinn. Þá er titillinn „Maður á
ekki að vera vondur við þann sem hefur
verið sleginn" á kafla um Gerska æfin-
týrið ekki heldur smellinn.
Allir meginkaflarnir hefjast á þætti
sem nefnist „Kynning" og sumir enda á
„Niðurlagi" eins og tíðkast í samvisku-
samlega unnum skólaritgerðum; þar
verður lesandinn feginn að höfundur
stillir málskrúði sínu í hóf, þótt slíkar
fyrirsagnir séu að sínu ieyti með bragð-
daufasta móti.
Á einum stað kallar Sigurður I Aust-
urvegi ferðabók (það hefur Erik Sönd-
erholm einnig gerð áður), en ég tel að
hana beri frekar að skoða sem ritgerða-
safn. I bókinni eru fjórar greinar auk
formála. Fyrst er inngangur, svo löng
heimildaritgerð, þá ferðaþáttur og loks
útvarpsræða. Ferðasagan er aðeins um
þriðjungur af þessari 158 blaðsíðna bók,
sem Sigurður nefnir bókarkríli (70).
Oðru máli gegnir um Gerska æfintýrið;
það er ferðabók.
I tveim tilvikum ræðir Sigurður
ankannalega um „lífið". „Halldór tignar
lífið [. . .]“ (75) segir hann. Og: „hann
hefur reist sjálfum sér og þjóð sinni
óbrotgjarnan minnisvarða sem standa
mun síst skemur en Lífið" (177). Heldur
eru slíkar yfirlýsingar hjárænulegar.
Hæpið er að minnisvarði skáldsins
standi lengur en lífið á jörðinni.
Þá er ennfremur hvimleitt hvernig
Sigurður notar orðið skynreynsla, sem
yfirleitt merkir aðeins reynsla hjá hon-
um (sjá bls. 46, 71, 93, 101, 114). Sig-
urður gerir það reyndar að sérstöku
umræðuefni
að eigin skynreynsla Halldórs af
ákveðnu fyrirbrigði eða ástandi hafi
valdið breytingu á afstöðu hans og/
eða endanlega sannfært hann um
gildi ákveðins viðhorfs - sé reynslan
TMM IX
129