Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar Frá ritstjóra Ekkert þema er sjáanlegt í þessu hefti og þykir eflaust ýmsum sem þar kenni nokkurs glundroða. Þeim til huggunar skal tekið fram að hér með eru þema- hefti ekki lögð fyrir róða í eitt skipti fyrir öll; mikið efni hefur safnast fyrir og ekki þótti ráðlegt að reyna að kúga það inn í eitthvert þema, enda vandséð hvaða tilgangi það þjónaði. Hér kennir ýmissa grasa. Þeir Arni Oskarsson og Örn D. Jónsson skrifa um merkismanninn William Morris, en hugmyndir hans eru sérlega tímabærar nú þegar margir leita leiða til að maðurinn geti lifað og starfað á þessari jörð án þess að eyða henni. Morris var sósíalisti, en þótti sérlundaður vegna þess að honum fannst iðnbyltingin of dýru verði keypt. Hann iðkaði þó ekki einskær- an heilaspuna, heldur var óþreytandi að fitja upp á alls kyns framleiðslunýj- ungum. Að auki hefur saga hans sérstakt gildi fyrir okkur Islendinga, sökum þess hve annt hann lét sér um land og þjóð, sá raunar í arfi okkar ýmsa vísa að framtíðarskipulagi. Grein Helgu Kress um Tímaþjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur sætir tíð- indum, vegna þess að Helga notar á markvissan hátt flest það helsta sem fram hefur komið í femínískum bókmenntarannsóknum á síðustu árum, til að nálg- ast verk Steinunnar. Hér er aðgengilegt yfirlit yfir þessa stefnu bókmennta- fræðinnar um leið og greinin er krökk af stórskemmtilegum dæmum úr bók- inni. Greinin mun vekja deilur því kenningarnar eru róttækar; sumir munu stökkva upp á nef sér, aðrir munu eiga erfitt með að hemja fögnuð sinn. . . Nú verða ritstjóraskipti. Silja Aðalsteinsdóttir lætur nú af störfum hjá Máli og menningu eftir meira en sex ára starf. Hún hefur verið aðalritstjóri Tíma- ritsins frá ársbyrjun 1982 og hefur það dafnað vel undir hennar stjórn eins og lesendur vita manna best. Þeir sem eftir sitja vilja þakka henni sérlega skemmti- legt samstarf og láta í ljós þá von að Mál og menning megi njóta krafta hennar um langan aldur. Ekki þarf að minna lesendur á að sinna meðfylgjandi gíróseðlum. Bæði er það vitaskuld mikilvægt tímaritinu, og eins má minna á að greiði fólk gíróseðl- ana getur það keypt bækur forlagsins á félagsverði. GAT 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.