Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 41
Eftir spennufallið ólofaður, meira vissi hún ekki, stundum hvarflaði að henni að hann hefði ekki áhuga á kvenfólki, þannig séð, en svo hugsaði hún ekki meira út í það og ákvað að það væri ekki hennar mál. Að vísu virtist Orm þó ekki skorta áhuga á lífi hennar, hann spurði margs um hana sjálfa, til dæmis var eins og hann væri sérstak- lega forvitinn um starf þeirra Aðalsteins í sjoppunni og allt sem því viðkom, ekki síst allt sem laut að Guðna, orðum hans og gerðum. Og smám saman var Edda búin að segja honum alla sólarsöguna af því hvernig ráðningu þeirra hafði borið að höndum. Ekki þó viljandi og síður en svo skipulega. Miklu frekar var það svo að hún hafði óvart látið einn og einn bita hrjóta á kaffiborðið þar til Ormur hafði getað raðað saman púsluspilinu og við honum blasti heilleg mynd. Það sem virtist vekja mesta athygli Orms, fyrir utan launamálin, voru eplakassarnir dularfullu og manneskjan sem kom til að skúra. Hann fór fljótlega að gefa í skyn að ekki gæti þetta allt verið með felldu. Edda bar á móti þessu og ákvað að reyna í framtíðinni að beina áhuga Orms inn á aðrar brautir. Henni fannst þessi forvitni hans orðin dálítið óþægileg. Kvöld eitt þegar Ormur kom var hann heldur en ekki leyndar- dómsfullur. Hann sagði Eddu að hann hefði nú loks látið verða af því að njósna um Guðna, og hefði því leynst í bíl sínum handan götunnar þá um nóttina og fylgst með öllum hreyfingum við sjopp- una eftir að hún hafði lokað kvöldið áður. Margt einkennilegt hefði komið í ljós vægast sagt og hefði grunur hans um óhreinindi í poka- horni Guðna fengið ríkulega staðfestingu. Fljótlega upp úr miðnætti hefði Guðni komið á sendiferðabíl sín- um, hann hefði sjálfur setið undir stýri, en fleiri aðila gat Ormur ekki séð, þó einhver hefði auðvitað getað verið aftur í, þar sem bíllinn var gluggalaus bakatil. Bíllinn hafði horfið á bak við sjoppuna. Skömmu síðar höfðu ljós kviknað inni og hann hafði séð hvar Guðni gekk að peningakassan- um og stússaði eitthvað þar, en hvarf síðan aftur fyrir á ný. Eftir drykklanga stund sá hann svo stúlku með ljóst, sítt hár koma fram fyrir. Hún kom út í afdrepið með fötu og skrúbb, skúraði gólfið 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.