Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 41
Eftir spennufallið
ólofaður, meira vissi hún ekki, stundum hvarflaði að henni að hann
hefði ekki áhuga á kvenfólki, þannig séð, en svo hugsaði hún ekki
meira út í það og ákvað að það væri ekki hennar mál.
Að vísu virtist Orm þó ekki skorta áhuga á lífi hennar, hann
spurði margs um hana sjálfa, til dæmis var eins og hann væri sérstak-
lega forvitinn um starf þeirra Aðalsteins í sjoppunni og allt sem því
viðkom, ekki síst allt sem laut að Guðna, orðum hans og gerðum.
Og smám saman var Edda búin að segja honum alla sólarsöguna
af því hvernig ráðningu þeirra hafði borið að höndum. Ekki þó
viljandi og síður en svo skipulega. Miklu frekar var það svo að hún
hafði óvart látið einn og einn bita hrjóta á kaffiborðið þar til Ormur
hafði getað raðað saman púsluspilinu og við honum blasti heilleg
mynd.
Það sem virtist vekja mesta athygli Orms, fyrir utan launamálin,
voru eplakassarnir dularfullu og manneskjan sem kom til að skúra.
Hann fór fljótlega að gefa í skyn að ekki gæti þetta allt verið með
felldu.
Edda bar á móti þessu og ákvað að reyna í framtíðinni að beina
áhuga Orms inn á aðrar brautir. Henni fannst þessi forvitni hans
orðin dálítið óþægileg.
Kvöld eitt þegar Ormur kom var hann heldur en ekki leyndar-
dómsfullur. Hann sagði Eddu að hann hefði nú loks látið verða af
því að njósna um Guðna, og hefði því leynst í bíl sínum handan
götunnar þá um nóttina og fylgst með öllum hreyfingum við sjopp-
una eftir að hún hafði lokað kvöldið áður. Margt einkennilegt hefði
komið í ljós vægast sagt og hefði grunur hans um óhreinindi í poka-
horni Guðna fengið ríkulega staðfestingu.
Fljótlega upp úr miðnætti hefði Guðni komið á sendiferðabíl sín-
um, hann hefði sjálfur setið undir stýri, en fleiri aðila gat Ormur
ekki séð, þó einhver hefði auðvitað getað verið aftur í, þar sem
bíllinn var gluggalaus bakatil.
Bíllinn hafði horfið á bak við sjoppuna. Skömmu síðar höfðu ljós
kviknað inni og hann hafði séð hvar Guðni gekk að peningakassan-
um og stússaði eitthvað þar, en hvarf síðan aftur fyrir á ný. Eftir
drykklanga stund sá hann svo stúlku með ljóst, sítt hár koma fram
fyrir. Hún kom út í afdrepið með fötu og skrúbb, skúraði gólfið
31