Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 81
Dœmd til ab hrekjast
Hið fallíska augnaráð
í Speculum de l’autre femme (1974) og fleiri ritum fjallar Luce Irigaray um
það hvernig karlar hafa ævinlega — jafnt í heimspekiritum sínum, sál-
fræðiritum sem lífinu sjálfu skilgreint konur með augnaráðinu og markað
þeim stað með glápi.K Þannig séu þær speglun af ímyndun þeirra, eftirlík-
ingar af konum í stað þess að vera þær sjálfar, líkamar án sjálfvitundar.
Með augnaráðinu leggja karlarnir þær undir sig og gera að kynferðislegum
viðföngum. Með þessu afhjúpar það fallískt eðli sitt, þrána eftir valdi. Ef
konur vilja ekki vera úr leik í þessu kerfi eiga þær ekki um annað að velja
en gangast inn á það, ef þær sækjast þá ekki beinlínis eftir að vera í sjónmáli
karla og valdar af þeim.16 I þessu sambandi talar Luce Irigaray um sýndar-
mennsku kvenna og sviðsetningu á sjálfum sér. Þær geri sig til og klæði sig
út til þess að sjást og vera samkeppnisfærar við aðrar konur um augna-
ráðið. Sá kvenleiki sem augnaráðið speglar og segir konum til um hvernig
þær skuli vera og hvað þær skuli vilja sé þó í engu samræmi við þeirra eigin
þrár sem fái aðeins að njóta sín í felum og leynd, og með sektarkennd og
kvíða. Þannig hafi konan í raun tvo ósættanlega líkama. Annars vegar sinn
eigin náttúrulega líkama og hins vegar þann sem gengur kaupum og sölum
í þjóðfélaginu og er ekkert annað en eftiröpun þeirra karllegu gilda sem þar
ráða.17 Skv. Luce Irigaray felst nautn kvenna meir í snertingunni en í sýn-
inni, og innganga þeirra í sjónmálið gerir þær óvirkar og að staðnaðri
mynd.18 Það er athyglisvert að þessa sviðsetningu kvenna á sjálfum sér
tengir Luce Irigaray m.a. útilokun þeirra frá tungumálinu. Vegna þess að
þær hafa hvorki aðgang að því, eru með í því né á þær hlustað verða þær að
sýna sig.19
Þessir tveir ósættanlegu líkamar koma vel fram í Tímaþjófnum, þar sem
segja má að annar tilheyri lögmáli föðurins, hinn móðurinni og hinu
semíótíska. Sú kvenlega sjálfsmynd sem textinn birtir er undirlögð augna-
ráðinu.20 Samtímis því sem Alda leitast stöðugt við að finna sér stað í
tungumálinu, ástinni, og sjálfri sér, sækist hún mjög eftir því að vera í
sjónmáli karla. Hún rígheldur sér í augnaráð þeirra, skilgreinir sig út frá
því, og lítur þar af leiðandi eingöngu á sig sem (kynferðislegt) viðfang:
Hvað gat ég tildæmis að því gert þótt ég væri gáfuð og falleg og æðisgeng-
inn kroppur með upphá brjóst . . . Fólk bara stóð og gapti. Mér þótti það
ekki verra, það segi ég satt. Eg naut þess að sýna mig, en ég hafði lítinn
áhuga á að sjá aðra. Eg hugsa oft: hvernig lifir allt þetta ósýnilega fólk. Sem
enginn tekur eftir. Skyldi því finnast að það sé til? (168)
71