Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 81
Dœmd til ab hrekjast Hið fallíska augnaráð í Speculum de l’autre femme (1974) og fleiri ritum fjallar Luce Irigaray um það hvernig karlar hafa ævinlega — jafnt í heimspekiritum sínum, sál- fræðiritum sem lífinu sjálfu skilgreint konur með augnaráðinu og markað þeim stað með glápi.K Þannig séu þær speglun af ímyndun þeirra, eftirlík- ingar af konum í stað þess að vera þær sjálfar, líkamar án sjálfvitundar. Með augnaráðinu leggja karlarnir þær undir sig og gera að kynferðislegum viðföngum. Með þessu afhjúpar það fallískt eðli sitt, þrána eftir valdi. Ef konur vilja ekki vera úr leik í þessu kerfi eiga þær ekki um annað að velja en gangast inn á það, ef þær sækjast þá ekki beinlínis eftir að vera í sjónmáli karla og valdar af þeim.16 I þessu sambandi talar Luce Irigaray um sýndar- mennsku kvenna og sviðsetningu á sjálfum sér. Þær geri sig til og klæði sig út til þess að sjást og vera samkeppnisfærar við aðrar konur um augna- ráðið. Sá kvenleiki sem augnaráðið speglar og segir konum til um hvernig þær skuli vera og hvað þær skuli vilja sé þó í engu samræmi við þeirra eigin þrár sem fái aðeins að njóta sín í felum og leynd, og með sektarkennd og kvíða. Þannig hafi konan í raun tvo ósættanlega líkama. Annars vegar sinn eigin náttúrulega líkama og hins vegar þann sem gengur kaupum og sölum í þjóðfélaginu og er ekkert annað en eftiröpun þeirra karllegu gilda sem þar ráða.17 Skv. Luce Irigaray felst nautn kvenna meir í snertingunni en í sýn- inni, og innganga þeirra í sjónmálið gerir þær óvirkar og að staðnaðri mynd.18 Það er athyglisvert að þessa sviðsetningu kvenna á sjálfum sér tengir Luce Irigaray m.a. útilokun þeirra frá tungumálinu. Vegna þess að þær hafa hvorki aðgang að því, eru með í því né á þær hlustað verða þær að sýna sig.19 Þessir tveir ósættanlegu líkamar koma vel fram í Tímaþjófnum, þar sem segja má að annar tilheyri lögmáli föðurins, hinn móðurinni og hinu semíótíska. Sú kvenlega sjálfsmynd sem textinn birtir er undirlögð augna- ráðinu.20 Samtímis því sem Alda leitast stöðugt við að finna sér stað í tungumálinu, ástinni, og sjálfri sér, sækist hún mjög eftir því að vera í sjónmáli karla. Hún rígheldur sér í augnaráð þeirra, skilgreinir sig út frá því, og lítur þar af leiðandi eingöngu á sig sem (kynferðislegt) viðfang: Hvað gat ég tildæmis að því gert þótt ég væri gáfuð og falleg og æðisgeng- inn kroppur með upphá brjóst . . . Fólk bara stóð og gapti. Mér þótti það ekki verra, það segi ég satt. Eg naut þess að sýna mig, en ég hafði lítinn áhuga á að sjá aðra. Eg hugsa oft: hvernig lifir allt þetta ósýnilega fólk. Sem enginn tekur eftir. Skyldi því finnast að það sé til? (168) 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.