Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 118
Timarit Máls og menningar einkvæni á Vesturlöndum byggist á leynilegu fjölkvæni. Þess vegna kalla ég þessa bók stundum Kenningu um fjölkvæm á Vesturlöndum! F. R.: Eitt af því sem mér fannst athyglisvert við Skugga af lífi var mikil- vægi símans og sjónvarpsins. Það liggur við að kalla megi samband þeirra Pierre og Laure fjarskiptasamband . . . D. S.: Með þessu móti er ég að minna á að samband þeirra er ekki heilsteypt. Þessi tvö tæki eru tákngervingar þess. F. R.: Annað atriði sló mig líka. Það er hið algera samræmi milli veður- farsins og sálarástands persónanna. Hvers vegna? D. S.: Lesendur hafa oft gaman af því að spá í sjálfsævisöguleg atriði í skáldsögum. I Skugga af lífi hefur mér verið bent á fjögur atriði sem líka má finna í öllum mínum bókum. Það fyrsta er samræmið milli veðurs og sálar- ástands. Ég er sérstaklega næm fyrir veðrabrigðum. Annað atriði er lyktar- skynið. Lyktin skiptir mig miklu, og ég hugleiði hana oft í bókum mínum. I þriðja lagi má nefna landslag undir vatni, flóð, fljót og ár. Vatnið er seiðmagn- að fyrirbrigði. I fjórða lagi eru það svo kettirnir. F. R.: Átt þú kött? D. S.: Nei, einmitt ekki eins og er. Og það skapar hreinasta ófremdar- ástand hjá mér! F. R.: Orðið „temps“ á frönsku hefur tvær ólíkar merkingar sem þú hefur nokkuð leikið þér með. Það þýðir í senn „tíminn" og „veðrið“. Hvers vegna þetta orð? D. S.: Jú, mér finnst þetta afskaplega skemmtilegt orð. Það er engin tilviljun að þessar tvær merkingar, tími og veður, skuli búa í sama orðinu. Þetta eru nátengd hugtök. Hringrás árstíðanna er um leið hluti af tímanum, hinum línulaga tíma. Þessi tvíeining tímans hefur lengi valdið mér heilabrot- um. Annars vegar er lífið, línulaga og óafturkallanlegt. Hins vegar er hin mikla hringrás tímans, það sem Nietzsche kallaði afturkomuna eilífu. F. R.: Fyrir nokkrum mánuðum skrifaðir þú grein um brasilíska skáldið Jorge Amado í bókmenntatímaritið La Quinzaine littéraire, og sagðir meðal annars: „Skáldsagnahöfundur sem einhvern metnað leggur í starf sitt, getur ekki annað en trúað því að samband sé milli réttrar setningar og umhyggju fyrir heiminum, að umhyggja fyrir réttri setningu sé umhyggja fyrir heimin- um.“ Nokkur orð um þessa setningu? D. S.: Þegar ég segi „getur ekki annað en trúað því“, á ég við að maður getur ekki sannað þetta samband. Einmitt þetta heldur rithöfundinum gang- andi og ljær honum kraft til að byrja hundrað og fjórum sinnum á sömu setningunni. Raunar spurði Proust á sínum tíma: hvernig stendur á því að maður getur byrjað aftur og aftur á sömu setningunni? Maður leitar og leitar og skyndilega gengur þetta upp! Hvers vegna? Það er ekki einungis vegna 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.