Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 88
skáldið hefði sagt „fákur“ í staðinn fyrir „klár“ og sleppt þriðju línu?“ Þannig á rökfærsla í listfræðum að vera, segir Wittgenstein. Hún einkennist af „ýtar- legri lýsingum" (e. further descriptions) en hlutverk þeirra er að beina athygli manna að tilteknu fyrirbæri. Ennfremur segir hann að rökræða í listfræðum líkist málaferlum. Reynt er að fá sem skýrasta mynd af málavöxtum og á grundvelli hennar reyna málsaðiljar að hafa áhrif á dómarann. Því þegar allt kemur til alls er hlutverk rökfærslu í listfræðum að fá aðra til að sjá fyrirbærin eins og við sjáum þau. Ef okkur tekst það ekki er rökræðunni lokið.4 Ef t.d. nýstefnumanni tekst ekki að fá viðmælanda sinn til að sjá að atómljóð eru ekki óljóð þá er rökræðunni lokið af hans hálfu. En þessi rökræða snýst um grundvallaratriði, skilning á hugtakinu „ljóð“. Og í slíkri rökræðu dugir hlutstæð nálgun Wittgensteins skammt. í staðinn verðum við að greina almenn hugtök og leika heimspekinga. í heimspekileiknum er til siðs að reyna að hanka viðmælendur á röklegum mótsögnum. Og þá er ekki úr vegi að athuga hvort málflutningur ný- stefnufénda er laus við mótsagnir. Segjum að ég sé andleg risaeðla sem hatast við nýstefnu en elska hefðbundinn skáldskap og þá ekki síst dróttkvæðar vísur. Ég segi hverjum sem það vill heyra að nútímaljóð séu vond af því að erfitt sé að læra þau utanbókar. En samkvæmt þessu eru ein- föld, auðlærð kvæði, t.d. danslagatextar, betri kveðskapur en dróttkvæði. Og er þá ekki Olafur Gaukur betra skáld en Rögn- valdur Orkneyjajarl? „Þeim var ég verst er ég unni mest,“ tilraun mín til að dæma nýstefnu úr leik misheppnaðist. Við getum því altént hreinsað burt ill- gresið úr þessum garðinum. En við höfum ekki þar með fundið bláa blómið, kvarð- ann væna á gæði kvæða. Og sú jurt mun torfundin úr því vísindin geta ekki fundið sína, að minnsta kosti ef trúa má mönnum eins og Thomasi Kuhn. Kuhn segir að ekki séu til nein vísindaleg algildi, við getum aðeins beitt þumalfingursreglum við val milli vísindakenninga. Við slíkt val verðum við að meta gildi ákveðinna þátta á borð við „nákvæmni“, „sam- kvæmni“, „frjósemi“, „einfaldleika“ og „yfirgrip" (scope). En við getum ekki bú- ið til reglukerfi eða alrím (algoritma) sem kveða á um með óyggjandi hætti hvaða kenningu beri að velja. Ein kenning kann að vera yfirgripsmeiri en önnur, en sú kann að vera nákvæmari en hin fyrri. Auk þess getur ein kenning verið nákvæmari en önnur að einu leyti, ónákvæmari að öðru leyti.5 Gefum nú Kuhn frí í bili en freistum þess samt að skíra rök vor í eldi æðri fræða! Að skilgreina list er sumpart að dæma hana. „Svona rímleysur eru ekki bókmenntir“ er bæði dómur og skilgrein- ing. I þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að bókmenntafræðingar kom- ast ekki hjá því að beita einhvers konar skilgreiningum á hugtakinu „bókmennt- ir“, ákvarða hvað fellur undir þetta hugtak og hvað ekki. Þannig getur bókmennta- fræðin aldrei verið fyllilega hlutlaus því í sumum skilgreininga hennar eru fólgnir dómar. Nú hlýtur sjálfdæmissinni að líta svo á að nánast hvaðeina geti talist bókmennt- ir.6 Ef hann t.d. vill þrengja hugtakið „ljóð“ þannig að einungis rímuð ljóð falli undir það, hefur hann sett fram dæmandi skilgreiningu og er þá ekki lengur sjálf- 86 TMM 1990:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.