Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 88
skáldið hefði sagt „fákur“ í staðinn fyrir
„klár“ og sleppt þriðju línu?“ Þannig á
rökfærsla í listfræðum að vera, segir
Wittgenstein. Hún einkennist af „ýtar-
legri lýsingum" (e. further descriptions)
en hlutverk þeirra er að beina athygli
manna að tilteknu fyrirbæri. Ennfremur
segir hann að rökræða í listfræðum líkist
málaferlum. Reynt er að fá sem skýrasta
mynd af málavöxtum og á grundvelli
hennar reyna málsaðiljar að hafa áhrif á
dómarann. Því þegar allt kemur til alls er
hlutverk rökfærslu í listfræðum að fá aðra
til að sjá fyrirbærin eins og við sjáum þau.
Ef okkur tekst það ekki er rökræðunni
lokið.4 Ef t.d. nýstefnumanni tekst ekki að
fá viðmælanda sinn til að sjá að atómljóð
eru ekki óljóð þá er rökræðunni lokið af
hans hálfu. En þessi rökræða snýst um
grundvallaratriði, skilning á hugtakinu
„ljóð“. Og í slíkri rökræðu dugir hlutstæð
nálgun Wittgensteins skammt. í staðinn
verðum við að greina almenn hugtök og
leika heimspekinga. í heimspekileiknum
er til siðs að reyna að hanka viðmælendur
á röklegum mótsögnum. Og þá er ekki úr
vegi að athuga hvort málflutningur ný-
stefnufénda er laus við mótsagnir. Segjum
að ég sé andleg risaeðla sem hatast við
nýstefnu en elska hefðbundinn skáldskap
og þá ekki síst dróttkvæðar vísur. Ég segi
hverjum sem það vill heyra að nútímaljóð
séu vond af því að erfitt sé að læra þau
utanbókar. En samkvæmt þessu eru ein-
föld, auðlærð kvæði, t.d. danslagatextar,
betri kveðskapur en dróttkvæði. Og er þá
ekki Olafur Gaukur betra skáld en Rögn-
valdur Orkneyjajarl? „Þeim var ég verst
er ég unni mest,“ tilraun mín til að dæma
nýstefnu úr leik misheppnaðist.
Við getum því altént hreinsað burt ill-
gresið úr þessum garðinum. En við höfum
ekki þar með fundið bláa blómið, kvarð-
ann væna á gæði kvæða. Og sú jurt mun
torfundin úr því vísindin geta ekki fundið
sína, að minnsta kosti ef trúa má mönnum
eins og Thomasi Kuhn. Kuhn segir að
ekki séu til nein vísindaleg algildi, við
getum aðeins beitt þumalfingursreglum
við val milli vísindakenninga. Við slíkt
val verðum við að meta gildi ákveðinna
þátta á borð við „nákvæmni“, „sam-
kvæmni“, „frjósemi“, „einfaldleika“ og
„yfirgrip" (scope). En við getum ekki bú-
ið til reglukerfi eða alrím (algoritma) sem
kveða á um með óyggjandi hætti hvaða
kenningu beri að velja. Ein kenning kann
að vera yfirgripsmeiri en önnur, en sú
kann að vera nákvæmari en hin fyrri. Auk
þess getur ein kenning verið nákvæmari
en önnur að einu leyti, ónákvæmari að
öðru leyti.5
Gefum nú Kuhn frí í bili en freistum
þess samt að skíra rök vor í eldi æðri
fræða! Að skilgreina list er sumpart að
dæma hana. „Svona rímleysur eru ekki
bókmenntir“ er bæði dómur og skilgrein-
ing. I þessu sambandi er mikilvægt að
hafa í huga að bókmenntafræðingar kom-
ast ekki hjá því að beita einhvers konar
skilgreiningum á hugtakinu „bókmennt-
ir“, ákvarða hvað fellur undir þetta hugtak
og hvað ekki. Þannig getur bókmennta-
fræðin aldrei verið fyllilega hlutlaus því í
sumum skilgreininga hennar eru fólgnir
dómar.
Nú hlýtur sjálfdæmissinni að líta svo á
að nánast hvaðeina geti talist bókmennt-
ir.6 Ef hann t.d. vill þrengja hugtakið
„ljóð“ þannig að einungis rímuð ljóð falli
undir það, hefur hann sett fram dæmandi
skilgreiningu og er þá ekki lengur sjálf-
86
TMM 1990:2