Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 113
Þetta fyrsta ljóð bókarinnar er gott dæmi um
skáldskap Óskars; stemningsmynd umhverfis
trega, hlýju og nótt. Athyglinni er beint að
jafn hversdagslegu fyrirbæri og bláum nátt-
kjól á snúru um nótt, en á undan höfum við
hlýtt á andardrátt fiðrildanna sem maður gerir
nú ekki á hverjum degi. Það er ekki heldur
alvanalegt að tengja angurværð við hlandlykt
bakgarðanna. En hverjir, nema kettir, kasta af
sér vatni í bakgörðum? Utangarðsmenn,
kannski, en ekki síður böm næturinnar.
Drukkin böm næturinnar.
í ljóðinu skiptast á nútíð og fortíð, eða
upplifun á fortíðinni. Ljóðmælandinn er
staddur í bakgarði og það er kvöld. Strætin
eru staumþung og neonljósin hafa kveikt á
ævintýrum næturinnar. En ljóðmælandinn,
sem áður fylgdi neontunglum, lætur sér nú
nægja að vera áhorfandi. Þrátt fyrir að angur-
værar minningar sæki að er hann sáttur.
Það er kyrrð yfir honum. Fiðrildi anda á
bárujárnsþökum og myrkrið er í kringum bláa
náttkjólinn. Ljóðmælandinn er ekki einn.
Vandamálið við að skrifa um tiltölulega lítt
þekkt skáld, er að maður þarf að skilgreina
það. Bæði fyrir sjálfum sérog lesendum. Best
er að geta sagt sem svo að ýmislegt minnir nú
á hið góðkunna skáld X og stundum leiðir
myndmálsbeitingin hugann að Y. Þá er búið
að koma orðum yfir skáldið og menn anda
léttar, allshugar fegnir. En því miður, fyrir
mig, gengur þetta ekki upp með Óskar Áma.
Stíll hans er of persónulegur.
Óskar er skáld myndmálsins, það mótar
stílinn. Myndmálið er ekki hávært eða gjós-
andi heldur agað og hlýtt. Hann sækir ekki í
ytri hluti, svo sem fjölmiðla, tækni, stjórnmál,
né horfir hann inn á við og muldrar um sálar-
angist og martraðir. Óskar lætur sér nægja sitt
nánasta umhverfi og gerir hversdagsleikann
skáldlegan:
Það brakar í myrkrinu
þú hjúfrar þig upp að mér
og hrýtur
bráðum fjögra ára
Einnar stjörnu nótt hefst á tilvitnun í Dag
Sigurðarson: „Gatan var sú jörð sem við erfð-
um.“ Ekki ætla ég að líkja þeim saman, Ósk-
ari og Degi, enda all ólík skáld. Óskar yrkir
ekki um kjör verkamanna eða þjóðfélagsleg
vandamál. Hann er ekki ádeiluskáld. En ég
vænti þess að einhver ástæða sé að baki til-
vitnunarinnar. Eflaust er hann í og með að
votta Degi virðingu sína en maður freistast
einnig til að líta á setninguna sem einhvers-
konar stefnuskrá. Gatan var sú jörð sem við
erfðum.
Er Óskar borgarskáld? Já — ég leyfi mér að
svara þeirri spumingu játandi. Hann er þó
ekki samskonar borgarskáld og til dæmis Sig-
urður Pálsson sem dvelur suður í París í öðru
hverju ljóði þar sem „dætur næturinnar fölna
ekki á gangstéttinni". Borg Óskars er Reykja-
vík að nóttu til. Ljóðmælandinn er yfirleitt á
ferli síðla nætur þegar slokknað er á neon-
tunglum og allir í fastasvefni. Einn á ferð
dregur hann upp kyrrlátar myndir sem lýsa
náttúrufegurð Reykjavíkurborgar. Reykjavík
að degi til, iðandi af lífi og hávaða, sést ekki
í ljóðum Óskars. Og það er eins og bíll sé of
klunnalegt og gróft fyrirbæri til að rúmast í
myndmáli hans.
Þrátt fyrir setningar eins og „draumamir
eru bara gamalt dagblað / sem fýkur —
hérnamegin / niður Laufásveginn" er einhver
hlýja yfir ljóðunum. Hún felst ekki eingöngu
í mjúkum myndum og kyrrð. Nei, mig langar
að nota orðið viðkvæmni sem verður aldrei
væmin, sem og lífsgleði. Þrátt fyrir greinilega
nostalgíu í mörgum ljóðum þá virðist hann
sáttur; hefur fundið bólusetningu gegn biti
leiðans:
Vagnhjólin
tína blautt laufið
upp af gangstéttinni
það fylgir okkur
eins og dúnmjúkt fótatak
inní veturinn
(„Meðan þú sefur — Til Nínu“)
TMM 1990:2
111