Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 113
Þetta fyrsta ljóð bókarinnar er gott dæmi um skáldskap Óskars; stemningsmynd umhverfis trega, hlýju og nótt. Athyglinni er beint að jafn hversdagslegu fyrirbæri og bláum nátt- kjól á snúru um nótt, en á undan höfum við hlýtt á andardrátt fiðrildanna sem maður gerir nú ekki á hverjum degi. Það er ekki heldur alvanalegt að tengja angurværð við hlandlykt bakgarðanna. En hverjir, nema kettir, kasta af sér vatni í bakgörðum? Utangarðsmenn, kannski, en ekki síður böm næturinnar. Drukkin böm næturinnar. í ljóðinu skiptast á nútíð og fortíð, eða upplifun á fortíðinni. Ljóðmælandinn er staddur í bakgarði og það er kvöld. Strætin eru staumþung og neonljósin hafa kveikt á ævintýrum næturinnar. En ljóðmælandinn, sem áður fylgdi neontunglum, lætur sér nú nægja að vera áhorfandi. Þrátt fyrir að angur- værar minningar sæki að er hann sáttur. Það er kyrrð yfir honum. Fiðrildi anda á bárujárnsþökum og myrkrið er í kringum bláa náttkjólinn. Ljóðmælandinn er ekki einn. Vandamálið við að skrifa um tiltölulega lítt þekkt skáld, er að maður þarf að skilgreina það. Bæði fyrir sjálfum sérog lesendum. Best er að geta sagt sem svo að ýmislegt minnir nú á hið góðkunna skáld X og stundum leiðir myndmálsbeitingin hugann að Y. Þá er búið að koma orðum yfir skáldið og menn anda léttar, allshugar fegnir. En því miður, fyrir mig, gengur þetta ekki upp með Óskar Áma. Stíll hans er of persónulegur. Óskar er skáld myndmálsins, það mótar stílinn. Myndmálið er ekki hávært eða gjós- andi heldur agað og hlýtt. Hann sækir ekki í ytri hluti, svo sem fjölmiðla, tækni, stjórnmál, né horfir hann inn á við og muldrar um sálar- angist og martraðir. Óskar lætur sér nægja sitt nánasta umhverfi og gerir hversdagsleikann skáldlegan: Það brakar í myrkrinu þú hjúfrar þig upp að mér og hrýtur bráðum fjögra ára Einnar stjörnu nótt hefst á tilvitnun í Dag Sigurðarson: „Gatan var sú jörð sem við erfð- um.“ Ekki ætla ég að líkja þeim saman, Ósk- ari og Degi, enda all ólík skáld. Óskar yrkir ekki um kjör verkamanna eða þjóðfélagsleg vandamál. Hann er ekki ádeiluskáld. En ég vænti þess að einhver ástæða sé að baki til- vitnunarinnar. Eflaust er hann í og með að votta Degi virðingu sína en maður freistast einnig til að líta á setninguna sem einhvers- konar stefnuskrá. Gatan var sú jörð sem við erfðum. Er Óskar borgarskáld? Já — ég leyfi mér að svara þeirri spumingu játandi. Hann er þó ekki samskonar borgarskáld og til dæmis Sig- urður Pálsson sem dvelur suður í París í öðru hverju ljóði þar sem „dætur næturinnar fölna ekki á gangstéttinni". Borg Óskars er Reykja- vík að nóttu til. Ljóðmælandinn er yfirleitt á ferli síðla nætur þegar slokknað er á neon- tunglum og allir í fastasvefni. Einn á ferð dregur hann upp kyrrlátar myndir sem lýsa náttúrufegurð Reykjavíkurborgar. Reykjavík að degi til, iðandi af lífi og hávaða, sést ekki í ljóðum Óskars. Og það er eins og bíll sé of klunnalegt og gróft fyrirbæri til að rúmast í myndmáli hans. Þrátt fyrir setningar eins og „draumamir eru bara gamalt dagblað / sem fýkur — hérnamegin / niður Laufásveginn" er einhver hlýja yfir ljóðunum. Hún felst ekki eingöngu í mjúkum myndum og kyrrð. Nei, mig langar að nota orðið viðkvæmni sem verður aldrei væmin, sem og lífsgleði. Þrátt fyrir greinilega nostalgíu í mörgum ljóðum þá virðist hann sáttur; hefur fundið bólusetningu gegn biti leiðans: Vagnhjólin tína blautt laufið upp af gangstéttinni það fylgir okkur eins og dúnmjúkt fótatak inní veturinn („Meðan þú sefur — Til Nínu“) TMM 1990:2 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.