Húnavaka - 01.05.1972, Qupperneq 20
18
HÚNAVAKA
Hvernig er að halda jól á Hveravöllum?
Við skreyttum húsið og settum upp jólatré. Við höfðum jólamat
eius og aðrir með ávöxtum og tilheyrandi. Við skiptumst á jólagjöf-
um, en samt sem áður vantaði eitthvað til að fullkomin jól væru.
Líklega voru það einu tímarnir, sem okkur langaði til byggða. Hug-
urinn dvaldi mest hjá dóttur okkar, sem varla var komin af bernsku-
skeiði fyrstu veturna okkar á fjöllum.
Þrátt fyrir þetta hef ég grun um að þið hafið átt erfiðari daga þar
efra.
Jú, erfiðasti tíminn var tvímælalaust þá Kristján veiktist í fvrra
vor. Hann lékk blæðandi magasár síðasta vetrardag, en þá var að
bresta á eitt versta veður, sem kom á Hveravöllum, norðaustan og
austan iðulaus stórhríð. Við höfðum samband við læknana á Blöndu-
ósi og þeir veittu okkur mörg góð ráð, en að komast til okkar var
ekki á nokkurs manns færi. Blóðið gekk bæði upp úr Kristjáni og
niður af og ég vissi ekki, hvað lengi hann liéldi þetta út. Hríðin var
svo mikil að ég varð alltaf ijðru hvoru að fara út og moka frá dyr-
unum, svo að okkur fennti ekki inni. Það var lítið hvílzt þau dægrin.
Þegar ég var búin að l'ara oft út og moka minnkaði getan, kraftarnir
þurru og ég var lengur og lengur að ljúka nauðsynlegum mokstri,
en ennþá lengri hefur tíminn þó verið fyrir Kristján, sem varð að
vera einn inni á meðan. Vinir okkar í Slysavarnardeildinni Blöndu
á Blönduósi vildu ólmir allan tímann reyna að brjótast til okkar
með hjálp, en við sögðum þeim að veðrið væri svo vont að ekki
þýddi að reyna ]rað. Þegar veðrið fór að skána eftir þrjá sólarhringa
var líðan Kristjáns orðin mun betri. Strax og fært var kom Björn
Jónsson á þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir honum, en bróðir minn
Héðinn kom og var hjá mér þar til Kristján birtist að þrem vikum
liðnum.
Víkjum þá að ferðamönnum sumartímans Kristján.
Fjöldi þeirra fór að mestu eftir því hvernig vegirnir voru. T. d.
var gífurlega mikill ferðamannastraumur síðastliðið sumar, enda
vegurinn þurr og góður allt sumarið.
Hvað er það, sem ferðamenn skoða helzt á Hveravöllum?
Ja, ætli margir hverjir hafi ekki haft mestan áhuga á að vita
hvernig þessir fuglar, sem þar dvelja árið um kring séu, segir Krist-
ján og kímir við. Og það skeði margt broslegt í sambandi við þá. Eftir
sumum þeirra heyrði ég, að líklega væri nú ráð fyrir mig að fara að