Húnavaka - 01.05.1972, Page 28
26
HÚNAVAKA
þeir með flóabátnum síðasta áfangann, og var illt í sjóinn. Þá tóku
þeir sig til og fóru að syngja hvert lagið af öðru, þríraddað, og höfðu
þannig ofan af fyrir sér og farþegum mikinn hluta leiðarinnar. Voru
farþegar að stinga saman nefjum um það, hvaðan af landinu þessir
sönggarpar væru og munu hafa getið sér þess helzt til, að þetta hlytu
að vera Hiinvetningar. Þess má geta, sem öllum Austur-Húnvetning-
um má vera kunnugt, að Húnvetningar og Sunnlendingar hittust ár-
lega í göngum á haustin og áttu þá saman eina nótt við söng og gleð-
skap.
Einar Eyjólfsson, sem átti heima á Skinnastöðum og Húnstöðum
í nokkur ár, hafði ágæta söngrödd, eins og bræður hans Sigurður
Birkis og' Þormóður Eyjólfsson. Eitt sinn söng hann ásamt föður
mínum á sveitaskemmtun á Beinakeldu gullfallegt tvísöngslag, sem
ég hefi alltaf kunnað síðan, þótt ég hafi gleymt textanum, en löngu
síðar komst ég að því, að lagið er eftir Mendelssohn. Um svipað leyti
hafði Sigurgeir Björnsson á Orrastöðum staðið fyrir stofnun ung-
mennafélags í hreppnum sunnan Laxár. A fundum þessum sungum
við mikið, áður en orgelin komu til sögunnar, og æfðum rneðal ann-
ars keðjusöng, flokkasöng og margraddaðan söng og komum ein-
hverntíma fram á skemmtun á Beinakeldu.
Meðal annars æfðum við „Nú er frost á fróni“ með þremur auka-
lögum, „Upp á himins bláum boga,“ „Ég vildi ég væri ógnar langur
ál 1“ og bassaröddin, sem þá var sungin með textanum „Do you see
the cat, cat, cat,“ en nú eru notaðir textarnir „Komdu nú og kysstu
mig,“ eða „Ach du lieber Augustin“.
Það þótti mikil hátíð, þegar við heyrðum fyrst í grammófóni. Ég
man ekki nákvæmlega, á hvaða árum það var, né heldur hver það
var, sem kom með þetta undratæki að Torfalæk og hafði m. a. með
sér lög, sem Pétur Jónsson söng, íslenzk lög, sem allir þekktu. Mér
er sérstaklega minnisstæð hin stóra trekt á tækinu.
Orgelspil heyrðum við unglingarnir fyrst við guðsþjónustur á
Blönduósi eða Þingeyrum. Einnig heyrðum við bræðurnir orgelspil
heima hjá afabróður okkar, Birni Leví stöðvarstjóra á Blönduósi,
og þar var það Elísabet dóttir hans, sem spilaði fyrir okkur. Fyrsta
orgel í Torfalækjarhreppi mun hafa verið á Hjaltabakka, og á það
lék húsmóðirin, Sigríður Þorvaldsdóttir og síðar dætur hennar. Að
Húnstöðum kom orgel 1914. Þuríður Sigurðardóttir, síðar Sæmund-
sen, hafði lært að spila á Akureyri, þar sem hún stundaði nám við