Húnavaka - 01.05.1972, Qupperneq 30
28
HÚNAVAKA
Upp úr þessu fórum við bræður að spila undir við söng, þegar
gesti bar að garði og á fundum og samkomum. Faðir minn liafði far-
ið til Reykjavíkur og keypt talsvert af nótum, svo sem íslenzka
söngvasafnið í tveimur bindum (,,Fjárlögin“), lög Laxdals og Sig-
valda Kaldalóns, Bjarna Þorsteinssonar o. fl. Um þetta leyti var Jón
Einarsson nýkominn að Meðalheimi. Eysteinn Björnsson hafði orð
á því við okkur, að hann hefði góða söngrödd. Varð það til þess, að
Jón fór að venja komur sínar niður að Torfalæk og æfa einsöngslög.
Tvísöngslög eins og Gunnar og Njál, Gunnar og Kolskegg og Nú
vagga sér bárur æfði hann líka, ýmist með föður mínum eða Flaraldi
á Skinnastöðum. Varð jón þegar aðalsöngkraftur sveitarinnar, með-
an hans naut við þar, og síðar á Blönduósi. Hann mun fyrst hafa
komið fram á skennntun á Beinakeldu, í einsöngs- og tvísöngslögum,
og minnir mig að við Guðmundur bróðir minn lékum undir til
skiptis. En hann fór fljótlega að heiman, fyrst til búnaðarnáms að
Hólum og síðan til Kaupmannahafnar.
Áður en orgelin komu til sögunnar, var ætíð spilað fyrir dansi á
harmóníku. En nú tókum við Elinborg okkur til og lærðum alls-
konar danslögog vorum um skeið aðalspilarar á sveitaskemmtunum,
sem voru haldnar á Beinakeldu og síðar á Akri, og var jrá Kringlu-
orgelið fengið að láni.
Gömlu Kringlu- og Torfalækjarorgelin eru nú fyrir löngu komin
í ruslakistuna. Áratugum saman var ekkert hljóðfæri á Torfalæk, en
nú hefir verið úr því bætt með vönduðu píanói.
En hvort sem hljóðfæri er við hendina eða ekki, taka Ásamenn lag-
ið nú sem fyrr, og svo mun vera í öðrum byggðum landsins, og heyr-
ast þá jafnan tvær eða fleiri raddir. í seinni tíð hefir fjöldasöngur
þó færzt meira í þá átt að verða einraddaður. F.f til vill hefir að því
stuðlað hinn vinsæli „þjóðkór" ríkisútvarpsins, sem Páll ísólfsson
stofnaði til á sínum tíma. Og þar sem ungt fólk er samaijfc komið,
syngur það yfirleitt einraddað, og ljóða- og lagaval er líka allmjög
með öðrum hætti en áður fyrr.
Sem merki þess, að margraddaði söngurinn er enn ekki dottinn úr
þjóðinni get ég nefnt, að í Heilsuhæli Náttúrulækningafélags ís-
lands í Hveragerði er oft tekið lagið á kvöldin, m. a. á svokölluðum
vikulegum „baðstofukvöldum“. í hælinu dvelur aðallega miðaldra
og eldra fólk. Þar koma oft fram tvær til þrjár og stundum fjórar
raddir, algerlega sjálfkrafa. Og eitt sinn gerðist það, er leikið var og