Húnavaka - 01.05.1972, Page 32
MAGNÚS ÓLAFSSON:
Er heimsins stærsta einkasafn af
bik)l íum í Húnavatnssýslu?
Um allan heim eru menn að safna einhverju, sumir frímerkjum,
aðrir mynt eða þá einhverju enn öðru. En hér í Húnavatnssvslu er
til safn, senr ekki á sér nokkra hliðstæðu hér á landi og varla í ein-
staklingseigu nokkurs staðar í veröldinni. Það er biblíusafn Ragnars
Þorsteinssonar kennara á Reykjaskóla í Hrútafirði.
Ragnar er fæddur að Ljárskógarseli í Dalasýslu 28. febrúar 1914.
Hann tók kennarapróf 1938 og hefur síðan sótt námskeið fyrir ensku-
kennara bæði við Háskóla íslands og tvisvar sinnum í Englandi.
Kvæntur er Ragnar Sigurlaugu Stefánsdóttur frá Smyrlabergi í
Torfalækjarhreppi og eiga þau átta börn.
Ég heimsótti Ragnar í vetur og fékk hann til að segja lesendmn
Húnavöku frá þessu sérstæða safni sínu.
Hvernig stóð á því Ragnar, að þú fórst að safna Biblíum?
Það eru líklega rúm tuttugu og finnn ár síðan ég bvrjaði. Llpp-
haflega var það þannig að ég var meðlimur í alþjóðlegum bréfa-
klúbb og skrifaðist á við fólk hingað og þangað, aðallega kennara.
Fljótlega komst ég að því að nær allir, sem skrifuðu mér, voru að
safna einhverju. Langflestir frímerkjum, en einnig ýmsu öðru. T. d.
minnist ég amerískrar konu, sem safnaði viðartegundum og lét smíða
úr þeim sett fyrir salt og pipar. Hafði hún náð í á fjórða hundrað
viðartegundir. Bað hún mig að útvega sér trébút frá íslandi, og ef
hér yxu engin tré vonaðist hún til að ég gæti sent sér rekaviðarspýtu
og ekki þá sízt ef mér tækist að ná í spýtu úr strönduðu skipi, þannig
að því fylgdi einhver saga. Mér datt í hug, til þess að fá eitthvað fyrir
minn snúð, að biðja pennavini mína að senda mér biblíuna á sínu
móðurmáli.