Húnavaka - 01.05.1972, Page 47
HÚNAVAKA
45
Strandferðaskip.
skreppa afturí í kaffi. „Jú“ sagði hann „þú gerir engar fígúrur hér
uppi hvort ið er, komdu með könnu handa mér þegar þú kemur
aftur“. Ég handstyrkti mig niður í eldhús og fékk mér kaffi í róleg-
heitum, sötraði það, og stríddi messadrengnum á því að það sæist í
lifrarbroddinn á honum, þar sem hann húkti og kastaði upp í skolp-
fötuna. Er ég hafði lokið við kaffið, renndi ég aftur í könnuna
handa kallinum og beið færis, að skjótast af stað frameftir. Og þá
skeði óhappið. Hún stakkst í öldudal, óvenju djúpan, og þegar hún
átti, samkvæmt öllum lögmálum, að klifra upp á næsta ölduhrygg,
þá hélt hún bara áfram niður, að mér fannst óendanlega. í sömu
andrá gall vélsíminn harkalega og vélin stöðvaðist samstundis.
Fjandinn sjálfur, þetta er víst ekki minn staður á vaktinni hugsaði
ég og hljóp af stað upp. Þegar ég kom að stigauppgöngunni heyrðust
eins og í fjarska, mikil fossaföll. Eitt andartak var hún grafkyr, og
svo reið á hana brotsjórinn.
Við höggið kastaðist hún flöt á stjórnborðssíðuna. Á þilfarshús-
inu voru tvennar dyr bakborðsmegin og komu báðar hurðirnar inn,
brúarhurðin með öllum umgjörðum, og á eftir fylgdu ósköpin öll af
sjó, sem streymdu viðstöðulaust niður stigann. „Það vildi ég að