Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 57
HÚNAVAKA
55
Þar sagðist pabbi ætla að láta hestana á gras, því að þeir væru
orðnir hungraðir. Sjálfur sagðist hann ætla að halla sér út af og fá
sér lítinn blund og það gæti ég gert líka ef ég vildi. Ég sagðist þá
ætla að spretta pokanum frá hnakknum mínum vegna flöskunnar.
Hann hélt þess þyrfti varla, ef ég ætlaði að passa hestana, þá gæti ég
haft gætur á Jarp meðan við stönzuðum. Við lögðumst báðir út af,
ég með þeim fasta ásetningi að vera vel á verði.
Ég hafði ekki haft mikið af erfiðleikum dagsins að segja, en ég var
þó alltaf á þönum í kaupstaðnum, því að allt þurfti ég að sjá, margt
var þar nýstárlegt í mínum augum. Af því leiddi að ég var svo stað-
uppgefinn að ég sofnaði brátt við hliðina á pabba, þrátt fyrir minn
góða ásetning að vera trúlega á verði.
Ekki vissi ég hve lengi ég svaf, en ég vaknaði við það að pabbi tók
í handlegginn á mér, reisti mig upp að sagði að nóg væri sofið. Ég
leit í kringum mig og sá ekkert nema biksvarta þoku, sem byægði
alla útsýn. Hvar er Jarpur? spurði ég pabba með öndina í hálsinum.
Ég veit það ekki, sagði hann. Við verðum að fara að leita að hestun-
um. Þú getur farið upp með læknum en ég fer hér ofaneftir og kall-
aðu til mín ef þú finnur hestana.
Ég þaut af stað, en svo var þokan biksvört að ég sá aðeins fáein fet
frá mér. Loksins sá ég móta fyrir einhverju, sem var enn dekkra en
þokan. Ég sneri þangað og þarna var Jarpur á beit. En hvar var
hnakkurinn og pokinn? Það var hvort tveggja horfið. En þegar ég
kom nær sá ég að það var komið undir kvið hestsins. Ég hljóp þang-
að í ofboði, varð fyrst fyrir að þreifa á pokanum. Sá endinn, sem
flaskan átti að vera í, var gegnblautur, frá honum lagði megnan
brennivínsþef. Ég var gersamlega liöggdofa um stund. Þarna voru
allar mínar vonir um glæsilega afmælisveizlu að engu orðnar.
Ég rétti við hnakkinn, tók pokann frá og fleygði flöskubrotunum
í lækinn. Svo teymdi ég Jarp þangað, sem farangurinn var og pabbi
var þar kominn með hina hestana. Ég sagði honum frá því tjóni, sem
ég hefði orðið fyrir, en hann brosti aðeins og sagði að þetta væri ef
til vill meiri ábati en tjón. Ég gat ekki vel áttað mig á svoleiðis speki
og svaraði því engu.
A leiðinni heim fór ég að hugsa nánar um þessi ummæli pabba.
Þá rifjuðust upp fyrir mér ýmis tilfelli þessu viðvíkjandi. Ég hafði
oft séð drukkna menn fljúgast á í illu og misþyrma hvor öðrum. Ég
hafði heyrt þá viðhafa slíkt orðbragð, sem engum siðuðum manni