Húnavaka - 01.05.1972, Page 61
HÚNAVAKA
59
svo á lærið á sér, sem var allt gegnvott af brennivíni og loks framan
í mig án þess að mæla orð frá munni. Andlitið var eitt stórt spurn-
ingarmerki. Loksins kom ein rödd:
„Hvað er þetta, ætlarðu ekki að fara að skoða hann?“
„Haltu kjafti,“ sagði flöskueigandinn. Skoðunin var aldrei fram-
kvæmd og lauk þannig málinu.
Tíðindi úr Húnaþingi, tínd af spjöldum sögunnar
Árið 1804 Nú var byggð upp Kúlurétt niður við Litladalsá og aukinn upp-
rekstur á Kúluheiði. Höfðu í mörg ár ei rekið á hana utan Blöndudalur að
vestanverðu og frá Dölunum (Stóra- og Litladal), Kúlu, Rútsstöðum og Hrafna-
björgum réttuðu þessir við Blöndu hjá Eiðsstöðum. Útsveitin rak á Sauðadal,
Svínadælir að Geirhildarkirkju. Gengu þeir og Asamenn Sauðadalsfjöllin og
fram fyrir Engjalæk og réttuðu í Giljárrétt fremri. Hafði Ólafur Tómasson stú-
dent á Giljá lambatolla marga en nú kallaði séra Jón á Auðkúlu nýbúinn að fá
brauðið, eftir upprekstri á Kúluheiði og litlu síðar fóru allir Asamenn að reka
á heiðina.
Árið 1811 Halastjarna sást þennan vetur, fyrst um haustið á undan, Blástjörnu
og seinast eftir miðjan vetur neðst í vestri eftir dagsetur, hér um fjórfalt stærri
en sú er sást haustið 1807.
LEIÐR: HÚNAVAKA 11. ÁR. - 1971, BLS. 198.
Þar stendur, að Kristján Sigurðsson hafi farið að Stóruvöllum til Karls Finn-
bogasonar. Þetta er missagt. Karl Finnbogason bjó þar aldrei, en var þar tíma-
maður. Sá Karl, sem bjó að Stóruvöllum, var Friðriksson. og var Kristján hjá
honum.
Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum.