Húnavaka - 01.05.1972, Qupperneq 63
HÚNAVAKA
61
Haukagilsheiði og var þá upprekstrarmálum hreppanna komið í við-
unandi horf, þótt enn væri hluti af Haukagilsheiði og Lambatung-
um í einstaklingseign. Síðar náðu þó hrepparnir eignarhaldi á helm-
ingi þess lands, sem um aldamótin var í eign utanhreppa manna, en
hinn helmingurinn af þessu landi er enn notaður af eigendum þess
í Þverárhreppi. Forsæludalskvíslar voru fyrrum heimaland frá jörð-
inni Forsæludal, en voru seldar að 3/ hlutum upprekstrarfélagi
Svínavatnshrepps seint á 19. öld, en \/ er enn eign upprekstrarfél-
ags As- og Sveinsstaðahrepps.
Af því sem hér hefir verið sagt, er augljóst að svæði það sem upp-
rekstrarfélög As- og Sveinsstaðahrepps þarf að sjá um leitir á, er
allmikil víðátta og tafsamt að leita það, svo að öruggt sé að skepnur
verði ekki eftir. Fyrir um það bil 50 árum, var tekin upp sú venja
að fyrirskipa þrennar göngur á heiðarnar, sem framkvæma skyldi á
tímabilinu frá 20. sept. — 15. október, síðar voru þó síðustu göngur
ákveðnar fyrir 10. okt. Áður voru aðeins fyrirskipaðar tvennar göng-
ur, en eftirleitir leyfðar einstökum mönnum þar á eftir, eins og
ástæða þótti hverju sinni.
Eins langt og sögur herma, hefir það verið mjög eftirsótt bæði af
ungum og gömlum að fara í göngur, en þó gat borið við að veður
væri þannig, að af drægi gamanið og einkum þó í 2. og 3. göngum
og verður hér sagt frá einni slíkri ferð í þriðju göngum.
Það mun hafa verið haustið 1927 að 5 menn úr Ás- og Sveinsstaða-
hreppum lögðu af stað í þriðju göngur á Grímstungu- og Haukagils-
heiðar, laugardaginn í 25. viku sumars. Veðri var þó svo háttað þann
dag að suðvestan og vestan hægviðri var, en talsverð snjókoma og
var því alhvít jörð í lágsveitum, en þó nokkur snjór kominn til heiða.
Frost hafði verið nokkurt undanfarna daga og var því farið að setjast
talsvert krap í ár og læki. Þeir sem lögðu upp í þessar göngur voru
þessir menn: Úr Áshreppi, — Ágúst B. Jónsson Hofi, Hallgrímur
Kristjánsson Hofi og Þorsteinn Bjarnason á Undirfelli. Úr Sveins-
staðahreppi þeir Eiríkur Halldórsson frá Hólabaki og Bjarni Jónas-
son þá til heimilis í Skólahúsinu hjá Sveinsstöðum. Eftir venju voru
allir þessir menn gangandi, en höfðu með sér einn hest, sem þeir
fluttu á nesti sitt og annan útbúnað. Fyrsti áfanginn var að Gilhaga
í Vatnsdal, sem þá var í byggð og skyldi gist þar nóttina áður en
farið væri á heiðina. Næsta morgun var lagt af stað með birtu. Þoku-
ruðningur var í lofti og dálítið frost, sem þó fór vaxandi þegar á