Húnavaka - 01.05.1972, Qupperneq 64
62
HÚNAVAKA
daginn leið. Þennan dag skyldi leitað fram Haukagilsheiði og
Lambatungur, en gista átti næstu nótt í svonefndum Sandfellsfláar-
skála, sem var gamall og hrörlegur torfkofi, sem ætlaður var leitar-
mönnurn og byggður fyrir mörgum árum og hafði verið haldið illa
við og nú mjög af sér genginn og lélegur. Allir leitarmenn hittust
um kvöldið við þennan kofa og hafði allt gengið slysalaust um dag-
inn, enda veður sæmilega bjart. Aðeins hafði fundizt eitt lamb.
Lamb þetta var bjagað og gat lítið gengið nema rölt í hægðum sín-
um og þar sem það var norðarlega á heiðinni var það skilið eftir og
ákvað Agúst, sem var foringi leitarmanna, að taka það í bakaleið-
inni, þótt talsverðan krók yrði að fara til þess að taka það þá. Þenn-
an dag var snjór talsverður á heiðinni, en þó ekki komin veruleg
ófærð, en hinsvegar allar kvíslar og lækjarsprænur uppbólgnar af
krapi og því varasamt að vaða yfir þær, en slíkt var alvanalegt í
svona ferðum og ekki til að kippa sér upp við það. Eftir að leitar-
menn voru setztir að í kofanum, fór veður versnandi með nóttinni
og gekk á með snörpum vestan éljum. Kuldalegt var þarna í kofan-
um, því að ekki var hurð að gagni fyrir honum og reyndum við að
troða í stærstu glufurnar með pokum, sem við höfðum meðferðis, —
einnig höfðum við nokkra hlýju af hestinum, sem við höfðum fremst
í kofanum urn nóttina. Þrátt fyrir slæma húsavist lögðum við okkur
til svefns og munum við allir hafa sofnað eitthvað um nóttina, enda
hvíldarþurfandi eftir langa göngu og vaðal á heiðinni daginn áður.
Snemma næsta morgun mun Agúst hafa risið upp og gáð til veðurs,
en ekki var til fagnaðar að flýta sér. Heita mátti að úti væri stórhríð
og snjó hafði bætt á um nóttina og var kornin allmikil ófærð. Öllum
kom okkur saman um að ekki væru tiltök að leita í slíku veðri og
væri því ekki um annað að ræða, en halda kyrru fvrir í kofanum og
sjá til, hvort ekki létti hríðinni, þegar fram á daginn kæmi. Ekki var
vistlegt þarna í kofanum. Fennt hafði inn í hann um nóttina og var
því bæði kalt og hráslagalegt þar inni, en þó sannaðist hið forn-
kveðna, — að „það er lakur skúti, sem ekki er betri en úti.“ Oft var
litið til veðurs — og þegar kom fram yfir hádegið, fór heldur að létta
til. Gerðum við ráð fyrir að veðrið mundi lægja síðari hluta dagsins
og fórum við því að tygja okkur til ferðar. Klukkan um eitt var orðið
nokkurn veginn hríðarlaust og hafði birt í lofti og taldi gangnafor-
inginn að hægt væri að leita. Sendi hann nú þá Hallgrím og Þor-
stein strax af stað, því að þeir áttu að fara nokkuð lengri leið en við