Húnavaka - 01.05.1972, Page 75
HÚNAVAKA
73
Bill, prammi, algengir fararskjótar.
þeim slátrað. Kjötið er ljóst, líkt og af kjúklingum og mjög eftirsótt,
af efnuðum Frökkum og Spánverjum, enda mest selt þangað.
Þótt þetta væri í fyrri hluta maí, var sláttur hafinn, og skoðuðum
við litla grasþurrkunarstöð. Grasið var sótt til bænda, þurrkað og
pressað, síðan skilað til þeirra aftur, og nota þeir það sem kjarn-
fóður.
í borg, sem heitir Leeuwarden, sáum við stærstu markaðs- og sýn-
ingarhöll í Evrópu. Eru þar 3 ha. undir sama þaki og álíka stórt
svæði er utandyra. Þarna eru haldnir gripamarkaðir hvern föstudag,
og sóttir mjög víða að, m. a. frá öðrum löndum.
Um kvöldið var haldið til bæjarins Sneek, og eftir kvöldverð og
fræðsluerindi fóru hinir yngri í skoðunarferð um bjórknæpur stað-
arins, enda slíkur mjöður helmingi ódýrari en í Danmörku.
Miðvikudagur 13. mai.
Lagt snemma af stað til að skoða fjósið hjá P. Jaarsma í St.
Nokolaasga. Þar voru liðlega 100 kýr á básum, og meðalinnlegg
rúml. 4000 kg. með 4% fitu, og er það vart í frásögu færandi, en
hitt er merkilegra að úr mjólkurhúsinu lá rör til mjókurbúsins nærri