Húnavaka - 01.05.1972, Síða 77
HÚNAVAKA
75
Horft til vesturs úr turni minnismerkisins á Suðursjávarstiflunni.
Norðursjór til hregri, Suðursjór til vinstri.
Dagur leið að kvöldi. Eftir að hafa kynnzt hinu sérstæða land-
námi, er aftur gist í Sneek.
Fimmtudagur 14. mai.
Enn er lagt upp, og nú ekið suður hina miklu Suðursjávarstíflu,
sem fyrr var drepið á. Hún er um 33 km. að lengd, 70 m. breið að
ofan, og 150—300 m. breið að neðan, eftir dýpt. Ofan á henni er
hraðbraut, hjólreiðavegur, gangbraut og einnig rúm fyrir járnbraut-
arspor. Á staðnum þar sem stíflunni var lokað hefur verið reist
myndarlegt minnismerki. Sunnan við stífluna og innan við hana,
er fyrsta stóra svæðið, sem numið var úr greipum hafsins og þurrkað,
um 20.000 ha., árið 1930. Það var komið í fulla rækt fyrir stríð, en
17. apríl 1945, (17 dögum fyrir stríðslok) rufu Þjóðverjar skarð í
varnargarðinn um þetta svæði, og allt fór í kaf — 500 býli, þorp,
akrar, húsdýr. ... — uppbyggingin tók fimm ár. Þetta skarð sáum
við, og fáum líður úr minni slík stund, dvöl á harmsögulegum stað,
vitnandi um vitfirringslegar og tilgangslausar stríðsaðgerðir.
í Volendam, lítilli borg við Suðursjó, var áð á leiðinni til Amster-