Húnavaka - 01.05.1972, Síða 85
HÓLMFRÍÐUR DANÍELSON:
Sjalda
n er ein báran stök
Sögur frá Nýja íslandi.
í Húnavöku 1969 birtust tvær sögur frá Nýja Islandi eftir þessa
vestur-íslenzku skáldkonu og hér birtist sú þriðja í sama flokki.
Hár hvellur rauf þögnina í skólastofunni, eins og þegar uppblás-
inn bréfpoki er sprengdur milli handanna. Undrunarhljóð og hlát-
urtíst heyrðist hér og hvar. Kennarinn, Aldís Helgason, sem hafði
verið að skrifa á veggtöfluna, lirökk við og sneri sér snögglega að
börnunum. Um Ieið og hún horfði gætilega yfir hópinn greip hún
bók af skrifborðinu og hélt fast um hana með báðum höndum, —
til styrks og stuðnings.
Á þessum sex vikum, sem Aldís var búin að kenna hér hafði hún
reynt með lipurð og blíðu og alls konar aðferðum að koma á góðri
stjórn í skólanum. Henni hafði verið sagt að síðasti kennarinn hefði
engan hemil haft á krökkunum. Og nú átti hún, lítil, óþroskuð
stúlka, tæpra seytján ára gömul, að ná á einni svipstundu, valdi yfir
þessum óspektarlýð! Það var henni áhugamál að standa vel í stöðu
sinni. Hún hafði tekið á allri sinni stillingu, og reynt að dylja kvíð-
ann og óstyrkinn er gagntók hana oft, er hún stóð andspænis þessum
40 unglingum, sem horfðu á hana rannsakandi augum.
Þrír elztu drengirnir voru 15 ára, mikið stærri og fullorðinslegri
en Aldís. Hún var viss um að einn þeirra, Konráð Árnason, átti það
til að espa yngri strákana upp í alls konar pretti. Svo horfði hann á
hana storkandi augum eins og hann vildi prófa hana. Ho! þú þorir
ekki að refsa okkur!
En það var sér í lagi einn af drengjunum, sem alltaf var reiðu-
búinn til óspekta; það var hann Siggi Jónsson. Hann var aðeins 13