Húnavaka - 01.05.1972, Page 87
HÚNAVAKA
85
gætni.“ Þetta og annað þvíumlíkt mælti Aldís vingjarnlega, en Siggi
stóð óbilgjarn og þrjósknlegur og lét ekki á sig fá.
„Jæja, Siggi mínn, ég er ekkert reið við þig, en mér hefir verið
trúað fyrir því að þjálfa ykkur börnin, og ef þú vilt ekki af frjálsum
vilja verða samverkamaður okkar og reyna að skilja að það er sjálf-
um þér fyrir beztu, þá verð ég að taka það úræði að beita harðneskju
við þig.“
Hæsri hcönd Aldísar fór hægt og nanðulega ofan í efstu borðskúff-
una, og kreppist eins og í angist utan um eitthvað. „Réttu fram
hendina, Siggi, nú strax, — enga þrjósku, — eitt, tvi), þrjú.... og
hina hendina.“ Siggi fór að gráta; þessi stóri, óstýriláti strákur fór að
hágráta! Átti hún þá aðgefast upp og láta þetta duga? Nei, það mátti
hún ekki, hún hat'ði sagt, — þrjú á hverja hendi. Jæja, eitt, tvö,
þrjú. Siggi hökti í sæti sitt og skældi hátt. Aldís stóð agndofa. Svo
gekk hún eins og í leiðslu, sótti húfuna og trefilinn hans Sigga,
hjálpaði honum í yfirhöfnina, lagði hendina á öxl honum og sagði
blíðlega. „Ég er viss um að þetta þarf aldrei að koma fyrir aftur,
Siggi minn, góða nótt.“
Aldís sat lengi við skrifborðið. Ja, þetta líf! Því í ósköpunum
þurfti guð að skapa hana svona fíngerða, svona mikinn hörmungar
aumingja. Allir kennarar urðu við þetta að stríða og létu ekki bug-
ast. En það var allt svo leiðinlegt hérna; það byrjaði erfiðlega þegar
bróðir hennar flutti hana í nístings janúarkulda 1(5 mílur til þess að
ná í lestina. Það ferðalag gekk allt annað en greiðlega, því að vinnu-
klárinn, sem hann hafði fengið að láni var ekki sérlega hraðgengur.
Þegar á hinn óþekkta áfangastað kom var niðamyrkur og enginn til
að taka á móti henni. Henni var vísað á lítið gistihús í þorpinu, og
loks kom einn af skólanefndarmcinnunum til að sækja hana. Svo
var lagt af stað á ný í fimm mílna iikuferð og beint í skólann. Og
hún var ekki rétt vel fyrir kiilluð að heilsa upp á þennan stóra barna-
hóp.
Ekki leið á löngu þar til hún frétti að einn í skólanefndinni, Jó-
hann Gíslason, hafði frá byrjun ásett sér að vera upp á móti henni,
af því hann hafði endilega viljað koma öðrum kennara að, en tókst
ekki. Svo var heimilið, þar sem hún hélt til ekki mjög upplífgandi.
Ekki hafði hún einu sinni svefnklefa út af fyrir sig, en varð að kúld-
ast í sömu stofu og ráðskonan. Það var eina stofan á neðri hæðinni.
Hitt heimilisfólkið voru aldraður bóndi og tveir uppkomnir synir