Húnavaka - 01.05.1972, Síða 92
90
HÚNAVAKA
Jóhann gekk inn eftir gólfinu. „Hm, ég er komin hérna með dótið
þitt, Miss Helgason. Hm, við höfum útvegað þér annað húspláss.
Það hefir komið upp smitandi veiki hjá Þorbirni. Þú vissir víst að
Steini var veikur í morgun. Já einmitt, og læknirinn heldur að það
sé taugaveiki. . . . “
Aldís settist niður hastarlega. Næstum því óviðráðanleg liláturs-
tilhneiging greip hana. Hún beygði sig snögglega eins og til þess að
taka eitthvað upp af gólfinu. Svo náði hún sér fljótt, rétti tir sér og
sagði svona nokkurn veginn blátt áfrarn: „Þetta eru slæmar fréttir,
en ég þakka þér fyrir ómakið. Ég er svo að segja alveg tilbúin." Hún
fór til Victors og skýrði fyrir honum hvernig sakir stæðu. „Og ég
ætla að eiga jretta til góða jrangað til á morgun." Henni diddist ekki
að vonbrigðum brá fyrir í svip Victors, en hann brosti og kvaddi
kurteislega.
Hr. Gíslason var mjög viðkunnanlegur í viðmóti á leiðinni í nýja
verustaðinn. „Ég hygg að þér falli vel hjá Jóni Þorleifssyni. Það eru
auðvitað þrjár mílur að fara í skólann, en það er allra skemmtileg-
asta heimili,“ sagði hann. En sú tilviijun! Þetta var einmitt kunn-
ingjafólkið, sem hún hafði verið að heimsækja á sunnudaginn.
Aldís varð vör við agnarlitla meðaumkunartilfinningu með
Steina, rétt í svipinn, en svo fylltist hugur hennar óumræðilegu
jrakklæti. Svona rættist fram úr raunum hennar: börnin voru bara
indæl, allir voru góðir við hana, og „bikar minn er barmafullur"
kvað við í sál hennar. Hann Jóhann var allra bezti karl og — jrað
sem mest var um vert í svipinn — hún þurfti aldrei framar að sitja
andspænis honum Steina við borðið og líða önn fyrir hann út af
þessum hættulegu barkakippum.
Jóhann leit upp undrunaraugum er hann allt í einu heyrði Aldísi
hlæja upp úr þurru. En jressi hugsun hafði flogið gegn um huga
hennar: Eftir öl 1 }Dau ósköp, sem gengið hafa yfir mig, j)á er mikið
meiri ástæða til Jress að ÉG hefði lagzt í taugaveiki!