Húnavaka - 01.05.1972, Page 98
96
HÚNAVAKA
Svona leiguvagna má sjá hér og þar i Austúrriki.
að mér fannst, alltaf bátar ýmist að koma eða fara með fólk. Þarna
vorum við í um 2 klukkutíma og fórum í gönguferð upp í eina hlíð-
ina. Var hún að mestu skógi vaxin, svo að við komumst ekki langt
og var því f 1 jótlega snúið við og haldið til baka.
Um kvöldið kom margt fólk til hótels þess er við bjuggum á, til
að skemmta sér. Voru þar og mættir skenrmtikraftar klæddir þjóð-
búningum Týróla. Fannst mér það einkenna Týróla, hve mikið þeir
halda upp á þjóðlegar venjur og hætti. Sýndi fólkið dansa, leiki,
galdra og ýmislegt fleira, sem gaman var að sjá og heyra. Skemmti-
kraftarnir urðu stórhrifnir af þeim ferðafélögum mfnum, svertingj-
um frá Ghana, létu þá herma eftir sér bæði í dansi og söng. Vakti
þetta mikla hrifningu áheyrenda, enda eru þeir félagar stórsnjallir.
Síðar um kvöldið var svo stiginn dans og drukknir góðir drykkir,
veikir eða sterkir, allt eftir geðþótta, langt fram á nótt.
Daginn eftir, sem var páskadagur, var ekkert farið. Var því hægt
að gera hvað sem hver vildi, enda höfðn ýmsir hægan dag. Alltaf
var sarna blíðan og hitinn yfir 20°C. Ég fór í gönguferð og skoðaði
náttúruna. Sá ég þá að bændur voru sem óðast að búa tún sín fyrir
sumarið. Fannst mér þau vinnubrögð mjög svipa til og hér á landi,