Húnavaka - 01.05.1972, Side 109
HÚNAVAKA
107
að komast í þessar ferðir, en menn skiptust á um það og reynt var að
haga því þannig, að vínkærir menn færu ekki einir, því að illa gat
farið ef þeir fengu sér of mikið brennivín á framleið með farangur-
inn.
Föðui- mínum þótti þetta skemmtileg sumarvinna. Hann var að
eðlisfari fullur aðdáunar á heiðunum og þarna gat hann fylgzt með
vexti og viðgangi afréttarpeningsins. Að sumrinu er lífið fjölskrúð-
ugt þarna uppi, fjallavötn skammt undan og mikið af grösugu og
fallegu landi.
Fyrir mann, sem fer í fyrsta skipti suður Grímstunguleið opnast
stöðugt nýir og nýir heimar. Bæði til vesturs og suðurs er ákaflega
fagurt útsýni, endalaust graslendi, stöðugt samfelldara, Arnarvötnin,
Langjökull og sér í lagi Eiríksjökull. Má segja að hvert listaverkið
eftir annað rísi Jregar farið er suður.
Þá er þar til að taka að faðir minn sér mann koma þeysiríðandi
að sunnan og stefna til sín. Hann var klæddur tízkuklæðnaði þeirra
tíma svokallaðri slagkápu. Að vísu voru það ekki nema heldri menn,
sem voru í þannig kápum. Þegar ég var unglingur, sá ég slíkar káp-
ur. Þær voru þannig gerðar, að fyrst var farið í ermalausa kápu, sem
var hnésíð og tíðum haft belti við hana, svo var steypt yfir sig slagi,
sem var hneppt í hálsinn, hvíldi laust á öxlunum og eitthvað tekið
saman neðar með belti eða hneppt. Þetta þótti þægilegur klæðnaður,
liandleggirnir voru afar frjálsir og bleyta hrökk vel af slaginu. Það
Jrótti mikilfenglegt að láta slagið flaka vel er geyst var riðið á.góð-
um hesti.
Stundum var undirkápan svo laus að hún var aftur á lend á hest-
inum, ef hratt var farið. Það voru Jdví mörg tilbrigði með þessum
búnaði — slaginu góða — og fleiri en nú eru, til þess að sýna snilli
sína, ríkidæmi og sjálfsánægju yfir hesti og sjálfum sér.
Ókunni maðurinn kemur Jreysiríðandi til föður míns, heilsar hon-
um ekki, en spyr:
— Ert þú Norðlendingur?
— Já-
— Þá hefur þú tvær krónur. Steig af baki og faðmaði föður minn
að sér og sagði.
— Blessaðir elsku Norðlendingarnir mínir. Það er munur á þeim
eða sálarflatneskjunni sunnanlands.
Nú héldu þeir í átt til tjaldanna og ræddust við. Faðir minn