Húnavaka - 01.05.1972, Page 114
112
HÚNAVAKA
II.
Einu sinni að vetrarlagi, mig minnir að það væri á góu. Veður var
hið bezta og átti að messa á Höskuldsstöðum. Það varð úr, að við
fórum öll til kirkju. Hross, er inni voru, höfðu verið látin út og rek-
in suður í breiðar, sem kallað var, en fé al!t liaft í húsum. Nú labba
allir til kirkju og lilýða á messu í rólegheitum. A eftir var öllum boð-
ið til kaffidrykkju. Að þessu loknu var svo haldið heimleiðis. Þegar
við komum á veginn fyrir utan Njálsstaði, sjáum við hvar eitt hross
stendur á hlaðinu fyrir framan gamla bæinn. Þegar við komum
heim, sé ég að þetta er gömul, tamin hryssa, sem ég átti. Hún átti
að vera með veturgömlu trippi, en var þarna trippislaus og mjög
raunaleg á svipinn. Þegar ég kom neðan hólinn, kom hún á móti
mér og kumraði svolítið. Svo lagði hún af stað suður tún og stefndi
suður í breiðar. Eg fór í humátt á eftir henni, þar til hún stoppaði
allt í einu, þar sem trippið hennar var á kafi í jarðfalli, en þó lif-
andi. Þarna gat Brúnka greyið bjargað trippi sínu. Fleiri sögur gæti
ég sagt, sem eru keimlíkar þessum. Ég þakka þetta aðallega því, að
ég hafði alla tíð fyrir vana að líta alltaf öðru hverju eftir mínum
hrossum. Enda gat ég mörgu hrossinu bjargað bæði fyrir mig og
ekki síður fyrir aðra. Það var eins og skepnurnar hefðu vit á, hvers
vegna ég var á ferðinni.