Húnavaka - 01.05.1972, Side 115
STEFÁN Á. JÓNSSON:
Jónas 7 rygguason og félagar
I>að eru rösk tíu ár síðan þeir l'óru að syngja. Þeir komu fyrst
saman árið 1901 heima hjá Jónasi og hafa æft þar síðan, oftast
tvisvar í viku að vetrinum. Jónas hefur spilað undir, æft raddirnar
og raddsett flest lögin, sem þeir hafa sungið.
Söngfélagarnir voru í fyrstu, auk Jónasar: Þorvaldur Ásgeirsson,
Einar Guðlaugsson, Sigurður Kr. Jónsson og Einar Þorláksson.
í fyrsta sinn sem þeir komu fram, sungu þeir á árshátíð Iðnaðar-
ntannafélagsins 1901. Síðan hafa þeir sungið við ýmis tækifæri á
hverju ári, nokkrum sinnum á Húnavöku og oft á árshátíðum eða
hlótveizlum.
Aldrei hafa þeir farið fram á greiðslu fyrir söng sinn, sem oft
hefur þótt mjög góður. Þeir segja: „Við syngjum aðeins okkur til
dægrastyttingar."
Átið 1970 fjölgaði söngmönnunum og þeir urðu níu. Formlega
hefur félagsskapnum aldrei verið gefið nafn, en manna á meðal eru
þeir oftast kallaðir, Jónas Tryggvason og félagar.
Síðastliðið haust fluttist Þorvaldur Ásgeirsson til Halnarfjarðar.
Söngfélagarnir komu saman, ásamt konum sínum, til þess að kveðja
Þorvald. Þá voru m. a. fluttar þessar vísur:
Við komum hér saman á æfingu enn,
en eitthvað er flöktandi Ijósið á kveiknum.
Og þetta eru kyrrlátir, þögulir menn,
því Þorvaldur, hann er aðganga úr leiknum.
Það verður að segja það eins og það er,
að allir við stöndum nú spyrjandi og hissa.
í fátinu kannske við finnum Joað hér,
að fyrst er að eiga, svo hægt sé að missa.
8