Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 126
124
HÚNAVAKA
og Sláturfélags Austur-Húnvetninga. Jafnframt fjölmörg ár við skrif-
stofustörf í þágu K. H. á haustin og framan af vetri. Hann var ein-
lægur samvinnumaður og frjálslyndur á margan hátt, þótt hann fyllti
flokk hægri manna að því er stjórnmálin snerti. En hvorki þar né á
öðrum vettvangi lék hann tveim skjöldum.
Frá upphafi var lýðum ljóst að Jónatan vildi ekki á neinum níð-
ast, sem honum var trúað fyrir, og innsiglaði stjórn S. A. H. þau sann-
indi, er hún gerði hann að heiðursfélaga þess árið 1964.
Kvaddur var Jónatan án kosningar, til að taka sæti föður síns í
hreppsnefndinni, og um langt skeið var hann oddviti hennar. Hann
var einnig einn af stofnendum Búnaðarfélags Engihlíðarhrepps og
formaður þess í mörg ár. 1930—1958 var Jónatan sýslunefndarmað-
ur. Hreppstjóri frá 1930 til dánardags.
Síðast en ekki sízt ber þess að geta að Jónatan var einn af hvata-
mönnum þess að hafizt var handa um að koma laxaklaki í Svartá og
Blöndu og vekja þar upp veiði að nýju, eltir að þær höfðu verið
taldar laxlausar í meir en hálfa öld. Kostaði sú viðleitni langa og
harða baráttu. Eitt sinn er andstæðingarnir gerðu gys að þessu
,,brölti“ og sögðu það aðeins myndi verða til ,,sóunar,“ svaraði jóna-
tan því til, að hér væri þvert á móti um milljónafélag, auðsupp-
sprettu, að ræða. Kvað Jrá við mikill hlátur, sem nú er löngu þagn-
aður. Sýnir þetta framsýni hans. ()g að sjáll'sögðu varð hann einn af
stofnendum og stjórnarmönnum Fiskiræktar og veiðifélagsins
Blöndu.
Alla æfi var Jónatan j. Líndal mestur metnaður að vera óðals-
bóndi á Holtastöðum og hann keppti markvist eftir að sýna í verki
að hann væri þess maklegur.
Sá þáttur hefst fyrst að fullu er hann kvæntist fyrri konu sinni,
Guðríði Sigurðardóttur frá Lækjamóti, 21. júní 1911. Hún var ])á
skólastýra á Blönduósi. Gáfuð kona og fjölmehntuð, einkar söngvin,
lék vel á orgel og fleiri hljóðfæri. Mjög félagslynd. Mannkostakona í
hvívetna.
Holtastaðir eru landnámsjörð og hafa alltaf verið taldir til stór-
býla. En búreksturinn hel'ur eins og vænta mátti verið með ærið
misjöfnum hætti á liðnum öldum. Stundum sátu |xar velkynjaðir
höfðingjar og auðsælir valdamenn, svo sem niðjar Jóns biskups Ara-
sonar. I annan tíð eins og alllengi á 19. ()ld var þar margbýli og
flest í niðurníðslu, jafnvel mikið óorð á þeim, sem þar réðu húsum.