Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 127
HÚNAVAKA
125
Jónatan Líndal tók við jörðinni velsetinni og sæmilega húsaðri, úr
höndum foreldra sinna.
Þó var hún þá aðeins svipur hjá sjón hjá því, sem hún varð á hans
dögum.
Það var hvort tveggja að Jónatan hvorki brast hug né dug, og því
síður stefnufasta ákvörðun, til að hefja Holtastaði á ný í tölu helztu
höfuðbóla — og honum auðnaðist til þess lengri og betri tími en ná-
lega öllum öðrum bændum í landinu, — fullt starfsskeið tveggja,
jafnvel þriggja kynslóða, almennt talað.
Hann endurreisti öll hús jarðarinnar og jók þau stórum.
Hann sléttaði gamla túnið, kom því í betri rækt og færði það út í
stórum stíl.
Hann kom upp rafveitu til ljósa og suðu árið 1942.
Rak stórbú í meir en hálfa öld.
Jónatan hefur lýst því sjálfur í Jjessu riti, hvílíkt erfiði var að
sækja mótatimbrið til íbúðarhússbyggingarinnar norður á Sauðár-
krók á sinni tíð. Var hann við annan mann og léttadreng og höfðu
þeir ellefu hesta undir drögum. Um fjöll að fara og torleiði alla leið,
en Kambarnir allra verstir og háskalegastir, enda ægðu þeir sumum
lausríðandi mönnum í þann tíð. En förin tókst giftusamlega sakir
aðgæzlu og varkárni Jónatans. Enn minnilegra og eftirtektarverðara
er þó, að sakir athygli sinnar og ígrundunar, fékk Jónatan bætt spillt
sement, sem honum var selt, svo að ekki kom að sök.
Vandvirknin var höfuðeinkenni allra framkvæmda Jónatans á
Holtastöðum. Gilti það jafnt um jarðrækt sem húsasmíði. Allt var
íhugað og til alls vandað, hvort heldur það var smátt eða stórt. Arð-
urinn varð þeim mun árvissari og framtíðin betur tryggð.
Guðríður átti megin þátt í sköpun skrúðgarðsins sunnan við íbúð-
arluisið, Jsar sem áður var kirkjugarður. Jónatan gerði hins vegar til-
raunareitinn út og upp í bæjarhlíðinni. En samhuga og samhent
voru þau hjónin raunar um allar framkvæmdir.
Jónatan hlaut að verðleikum viðurkenningu úr Verðlaunasjóði
Kristjáns IX. Var einnig sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar á ævi-
kvöldi sínu. Og þegar hann var níræður, var stofnaður „Minningar-
sjóður Jónatans Líndals“ með heiðursgjöf sveitunga lians í Engi-
hlíðarhreppi.
Hjú undu jafnan vel í vistum á Holtastöðum. Þar var og lengi
próventumaður Páll Jónsson, vegfræðingur. Gagnmerkur og ein-