Húnavaka - 01.05.1972, Side 142
Mannalát árih 1971
BÓLSTAöARPRESTAKALL
Þann 12. jan. andaðist sveinbarn á H. A. H. Það var l'ætt 9. jan.
á Steiná í Svartárdal. Foreldrar voru Sigurjón Stefánsson og kona
hans Katrín Grímsdóttir.
Sigurjón Ólajsson, bóndi, Brandsstöðum, Blöndudal, andaðist 1S.
jan. á H. A. H. Hann var fæddur 8. október 1922 á Bergsstöðum í
Svartárdal. Voru foreldrar hans Ólafur Sigurðsson, bóndi þar, og
kona hans Guðrún Jónasdóttir, bónda á Breiðavaði.
Systkini Sigurjóns eru Sigmar, bóndi á Brandsstöðum, og Soffía,
er bjó í Mjóadal.
Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum, er bjuggu á ýmsum jörð-
um í Svartárdal. Er faðir þeirra bræðra andaðist 194-4, fluttu þeir í
Mjóadal, en þar var og systir þeirra, Soffía.
Mjóidalur var vel hýst gamalt höfuðból, er hefur beðið sömu ör-
lög og Þverá í Hallárdal, að þau hafa dæmzt úr leik, sökum nýrra
sjónarmiða um búskap og samgöngur.
Þeir bræður fluttu því 1949 að Brandsstöðum, er þeir kevptu á-
samt móður sinni, er hafði verið ráðskona þeirra.
Þann 15. nóvember 19.52 kvæntist Sigurjón Maríu Steingrímsdótt-
ur frá Eyvindarstöðum í Blöndudal. Eignuðust þau eina dóttur,
Guðrúnu, sem er á skóla-aldri.
Það var mikið ræktað og byggt á Brandsstöðum. ()g er bærinn
brann, var þar byggt myndarlegt hús. En þó finnst flestum miklu
af létt og margt gert fyrir hin komandi ár, er vér ætlum oss að búa
í grænum dal við árniðinn og rafljósin, segja myrkrinu stríð á hend-
ur á bæjum vorum. En svo var eigi um Sigurjón. Arið 1964 hlaut
hann vanheilsu og leitaði sér meðal annars læknisdóms í Höfn og
hlaut nokkra bót, en fékk eigi fulla heilsu.