Húnavaka - 01.05.1972, Síða 144
142
HUNAVAKA
fallið aukizt mjög við ræktun og nýtt íbúðarhús höfðu þau reist á
jörð sinni. Þorgrímur Stefánsson andaðist 13. ágúst 1955.
Guðrún var stór kona vexti og svipmikil. Hún var vel látin af
öllum, sem hana þekktu.
Stefán Sigurðsson, áður bóndi á Gili í Svartárdal, andaðist 30.
ágúst á H. A. H. Hann var fæddur 7. apríl 1879 á Stóra-Vatnsskarði
í Skagafirði. Voru foreldrar hans Sigurður Bjarnason, Jónssonar
hreppstjóra í Álftagerði, Bjarnasonar. Bróðir Jóns var Bjarni, faðir
sr. Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum í Kjós. Móðir Stefáns, er var
seinni kona föður hans, var Sólborg Sölvadóttir á Steini á Reykja-
strönd.
Sigurður, faðir Stefáns, var gildur bóndi þó oft flytti hann bústað
sinn. Olst Stefán upp á Stóra-Vatnsskarði með foreldrum sínum,
unz faðir hans andaðist árið 1890, en móðir hans hélt áfram búskap
til 1898. Fór Stefán þá með móður sinni að Þverárdal til Brynjólfs
Magnússonar.
Snemma kom í ljós, að Stefán var hneigður til smíða, bæði á tré
og járn. Lék honum vel í hendi, hvort heldur var húsagerð eða
smíði húsmuna. Þá lærði hann snemma bókband, er hann iðkaði
alla æfi, er var honum kærkomin iðja, því að hann var bókhneigður.
Þá gekk hann í Hólaskóla. Á næsta bæ, norðan Þverárdals, bjó
höfðingi sveitarinnar, Guðmundur Erlendsson frá Tungunesi, og
kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir frá Reykjum. Meðal barna
þeirra var F.lísabet, er Stefán fékk fyrir konu. Mátti það teljast hon-
um gæfuvegur. Hófu þau búskap í Mjóadal og bjuggu þar frá 1906
—22, er þau fluttu að Gili í Svartárdal og voru þar til ársins 1954,
að þau fluttu eftir 48 ára búskap, til Blönduóss. Þau hjón eignuð-
ust tvær dætur: Sigurbjörgu Guðlaugu, er andaðist 1937, og var þá
gift Sigfúsi Sigurðssyni frá Nautabúi, og Ingibjörgu, ljósmóður, er
gift var Þorsteini Jónssyni, sýsluskrifara og organista, er andaðist
árið 1958.
Þeim F.lísabetu og Stefáni var hjónabandið farsælt, því að margir
eiginleikar þeirra féllu vel saman. Bæði söngelsk og félagslynd. Hann
organisti í Bólstaðarhlíðarkirkju og hún trúkona mikil, er unni
sálmasiing og boðun orðsins. Hann vel lesinn á bókina og fylgdist
með þeim málum, er uppi voru. Hún vel máli farin og óspör á að
tala á mannfundum. Þá var hann hreppstjóri um áratugi. Hann var