Húnavaka - 01.05.1972, Side 146
144
HÚNAVAKA
Blönduósi. Jón var maður dagfarsprúður, glaðsinna og lundgóður.
Kom Jrað sér nú vel, að hann var jafnlyndur, er hann var orðinn
vonarmaður við andans fögru dyr.
Sigurbjörg Elin Jóhannsdóttir, Hafnarbraut 5, Blönduósi, and-
aðist 17. júní á H. A. H. Hún var fædd 3. október 1896 í Katadal,
Þverárhreppi, V.-Hún. Voru foreldrar hennar Jóhann F.ngilbertsson
og kona hans, Ingibjörg Anna Jóhannesdóttir,
Sigurbjörg ólst upp með foreldrum sínum, er bjuggu á ýmsum
stöðum í Húnaþingi. Mun hún snemma hala mátt lara að vinna fyrir
sér og komið sér vel að hún var verkfús og dugleg. Myndi hún án
efa hafa kosið að menntast og ganga í skóla. Sannaðist það á henni,
að strangur skóli æskunnar kennir oss oft betur að meta lílið, heldur
en Jseim, sem allt er mulið undir. Skynsamt fólk sýnir oft í lífi sínu,
að læra má mikið á lífsárum sínum, þótt eigi á bók sé.
Sigurbjörg giftist 8. október 1920 Þórarni Þorleifssyni, Húnvetn-
ingi í ættir fram. Þau eignuðust Jressi börn:
Ingibjörgu, gift Daniel Bozeen. Búa þau í Vesturheimi.
Þorgerði, gift Steinþóri Ásgeirssyni, Reykjavík.
Baldur, kvæntur Guðrúnu Erlendsdóttur, Blönduósi.
Jóhanna, gift Sverri Haraldssyni, bónda, Æsustöðum.
Þorleifur Hjalti, kvæntur Margréti Margeirsdóttur, búa í Reykja-
vík.
Þá ólust upp hjá þeim þau Þóra Pétursdóttir og Þórarinn Baldurs-
son, barnabörn þeirra.
Þau hjón, Þórarinn og Sigurbjcirg, hófu sjálfstæðan búskap árið
1929 á hluta af Hnausum og síðan í Vatnsdalshólum. Þau bjuggu á
Skúfi í Norðurárdal 1931 — 1949 og Neðstabæ þar í dalnum 1949—
1964, er þau fluttu til Blönduóss.
Sigurbjörg var raunsæ kona, er lagði líf sitt í starfið og vildi gera
það bezta úr Jrví, er fyrir hendi var, enda blómgaðist hagur þeirra
hjóna með árunum. Hún var gestrisin kona og veitul og vildi að
fólki sínu liði sem bezt og mat Jrað mikils að eiga sjálfstætt heimili,
er hún vildi öllu fórna fyrir.
Jónataii Ágúst Jónsson, Hólagerði, Höfðakaupstað, andaðist 17.
júlí á H. A. H.
Hann var fæddur 18. ágúst 1893, að Þverá í Hallárdal. Voru for-
o 7