Húnavaka - 01.05.1972, Side 149
HÚNAVAKA
147
fór eigi með neinum hávaða né fyrirgangi um störf sín, né stjórn
fólksins eða uppeldi barna sinna. Atti hún líka í daglegri umgengni
þann hlýleika og festu, að allir vildu hennar vilja gjöra. Hún var
jafnlynd kona, enda skemmtileg í umgengni. Var á heimili hennar
sá heimilisandi, er þroskaði tryggð og virðingu barna og fósturbarna
hennar alla tíð. Hún var kona grannvaxin og bauð af sér góðan
þokka. Heilsugóð lengst af, utan |:>ess er hún 78 ára lá á spítala og er
hún vaknaði jrar af dásvefni keknisdómsins og spurði: „Hvar er ég?“,
var þá svarað: ,,Á Héraðshælinu." Sagði luin þá: „Hvernig er bless-
að veðrið.“ Hún lifði síðan í 1 (i ár við ást og virðingu síns fólks á
Skeggjastöðum.
Guðrún Björnsdóttir, Sæborg, Höfðakaupstað, andaðist 11. ágúst
á H. A. H. Hún var fædd 14. desember 1894 á Skíðastöðum í Laxár-
dal í Skagafirði. Foreldrar: Rjörn Björnsson og kona hans Guðrún
Olafsdóttir, er andaðist er þessi dóttir hennar var fárra daga gömul.
Ólst Guðrún síðan upp með föður sínum og bústýru hans. Sigríði
Gísladóttur, er gekk henni í móðurstað. Arið 1912 fluttu |xm til
Höfðakaupstaðar og bjuggu jrar síðan.
Guðrún fór snemma að starfa að því, er til féll í kaupstaðnum, t.
d. heyvinnu og fiskvinnu. I>á dvaldi lnin um skeið í Revkjavík á góð-
um heimilum.
En er faðir hennar og fóstra gerðust ellimóð, fór luin norður í fá-
sinnið og litla bæinn, Sæborg, er faðir hennar hafði byggt árið 1915.
Við úthafsöldu osr b'tt færan læk, er vora tók, er norðlenzka sumarið
o
breiðir yl sinn á fold og á menn og málleysingja.
Að fólki sínu látnu, bjó Guðrún í Sæborg til endadægurs. Hún
stundaði prjónaskap og hafði kýr.
Hún hélt vel við bæ sínum og þegar inn var komið, sá hver grein-
argóður maður, að heimili hennar var í fremstu röð, að smekkvísi
og þrifnaði. Þar var eitthvað, sem gerði það, að bærinn hvarf svo
að þar var veglegt að koma. Þegar út var komið, var þar vel hirtur
blómagarður og tré, sem er óhemju erfitt að rækta, vegna jarðvegs
og veðráttu.
Guðrún Björnsdóttir giftist eigi, né eignaðist afkomendur, en var
mjög barngóð alla æfi og kenndi börnum oft að lesa. Hún las mikið
og var vel greind og skapföst. Hún starfaði mikið í ungmennafélag-
inu og kvenfélaginu. Var hún kirkjurækin og söngelsk.