Húnavaka - 01.05.1972, Síða 155
HÚNAVAKA
153
hans bar að höndum. Hann var duglegur til vinnu og vinsæll meðal
vinnufélaga sinna.
Finmir Guðmundsson, frá Sk.rapatungu, andaðist 10. maí á
H. A. H. Hann var fæddur 9. marz árið 1891, að Smyrlabergi á Ás-
um. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson bóndi
þar og kona hans Guðný Finnsdóttir. Finnur ólst upp með foreldr-
um sínum er bjuggu um skeið á Grund við Blönduós, Bakkakoti,
SvangTund og Kúskerpi.
Árið 1915 hóf hann búskap í Skrapatungu á Laxárdal og bjó í
félagsbúi við foreldra sína, þar til hann gekk að eiga Ingibjörgu
Jónsdóttur frá Balaskarði, 12. júní árið 1919.
í Skrapatungu bjuggu þau hjón til ársins 1944, er þau brugðu búi
og fluttu til Blönduóss, en þar var heimili hans til dauðadags. Vann
Finnur alla almenna verkamannavinnu, en gerðist síðar starfsmað-
ur Sláturfélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi og starfaði þar til
ársins 1900, er hann lét af störfum sökum heilsubrests.
Finnur var maður vinfastur og drenglundaður.
Börn þeirra hjóna eru: Ottó, trésmiður á Bliinduósi, ókvæntur,
Guðný Sigríður, húsfreyja á Skagaströnd, gift Kristni Jóhannssyni,
hafnarstjóra, Kristín, skrifstofustúlka á Blönduósi, ógift, og Elísabet,
húsfreyja á Blönduósi, gift Sigvalda Torfasyni bifreiðarstjóra. Einnig
ólu þau hjón upp Margréti Jónsdóttur, húsfreyju í Víkum á Skaga.
Baldur Bragi Sigurbjörnsson, drukknaði aðfaranótt 5. júlí af
v/b Sigurfara Ak. 59, í Akraneshöfn, 18 ára að aldri.
Hann var fæddur 30. október árið 1952 á Blönduósi. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurbjörn Sigurðsson, verkamaður Blönduósi og
kona hans Margrét Sigurðardóttir. Á uppvaxtarárum sínum dvaldi
hann lengst af eftir 10 ára aldur á Syðri-Löngumýri, hjá Halldóri
Eyþórssyni og Guðbjörgu konu hans. Árið 1968 fer hann til Akra-
ness, þar sem hann gerðist skipverji á v/b Sigurfara og dvaldi þar til
dauðadags.
Baldur var duglegur sjómaður og vinsæll meðal félaga sinna.
Jón Sigurðssson, vinnumaður, Ási í Vatnsdal andaðist 17. júlí
á H. A. H. Hann var fæddur 26. júní 1898 á Litla-Vatnsskarði. For-
eldrar hans voru hjónin Sigurður Semingsson og kona hans Elísabet