Húnavaka - 01.05.1972, Page 156
154
HÚNAVAKA
Jónsdóttir, er bjuggu á Litla-Vatnsskarði og síðar í Hvamrni í Laxár-
dal í Bólstaðarhlíðarhreppi. Þar ólst Jón upp. Ungur að árum varð
Jón vinnumaður hjá frú Sigurlaugu og sr. Lúðvik Knúdsen, er þá
bjuggu á Bergstöðum í Svartárdal. Síðar hverfur Jón heim til for-
eldra sinna og vann þar um allangt skeið eða þar til þau brugðu búi.
Þá réðist hann til bróður síns Þorsteins bónda í Enni og vann þar að
búi hans um nokkurra ára skeið.
Arið 1942 réðist Jón vinnumaður til Guðmundar Jónassonar
bónda í Ási í Vatnsdal. Og var þar heimili hans til dauðadags. Síð-
ustu ár ævi sinnar átti Jón við vanheilsu að stríða.
Jón var trúr og dyggur í störfum sínum. Iðjumaður mikill og
krafðist lítils fyrir sjálfan sig.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Jónas Sigfússon, bóndi í Eorsæludal, lé/.t af völdum bílslyss, við
Gilá í Vatnsdal, 24. júlí. Hann var fæddur 4. september 1913 í Eor-
sæludal. Eoreldrar hans voru hjónin Sigfús Jónasson bóndi og bók-
bindari og kona hans Sigríður Jónsdóttir, er bjiiggu þar um langt
skeið.
Jónas dvaldi alla ævi í Eorsæludal, en hann bjó þar í félagsbúi við
systur sína Sigríði. Olu þau systkini upp m. a. Sigríði ívarsdóttur, er
Jónas gekk í löðurstað, svo og Olaf Bragason.
Jónas var starfssamur, hógvær og tryggur æskuslóðum til æviloka.
Hann var jarðsettur í heimagrafreit í Forsæludal 30. júlí 1971.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Þorsteinn Sigurjónsson, hótelstjóri á Blnnduósi, andaðist 22. ágúst
í Reykjavík. Hann var fæddur 29. júní árið 1919 á Rútsstöðum
í Svínadal. Eoreldrar lians voru hjónin Sigurjón Oddsson bóndi á
Rútsstöðum og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir. Um tvítugt hélt
hann að heiman og réðist í vistir um skeið m. a. í Vatnsdal. Síðan
innritaðist hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan bú-
fræðiprófi. Árið 1950 flyzt hann aftur að Rútsstöðum og dvaldi jiar
um tveggja ára skeið, en hóf eigin búskap á Orrastöðum á Ásum vor-
ið 1952. Á næsta vori tók hann á leigu kristljárjörðina Hamar í fæð-
ingarsveit sirihi og bjó Jsar til haustsins 19(51, er hann brá búi og
réðist til Snoiæa Arnfinnssonar, veitingamanns á Hótel Blönduós.