Húnavaka - 01.05.1972, Síða 160
Fréttir og fróéleikur
VEÐRÁTTAN 1971.
í ársbyrjun var næstum snjólaust
í byggð, og allir vegir greiðfærir
eftir undangengin góðviðri. Fljót-
lega upp úr áramótunum gerði
kuldakast, sem varð skammvinnt.
Hlýnaði aftur á ný og hélzt svo
fram yfir miðjan janúar. I byrj-
un þorra komu allmiklar frost-
hörkur, snjóaði þá nokkuð, en þó
ekki svo að samgöngur tepptust
að ráði.
Síðan var veðrátta yfirleitt
mild um útmánuðina. Þeir
kuldakaflar, sem komu stóðu
stutt. Alltaf var afar snjólétt og
engin veruleg hríðaráhlaupgerði.
Fátt af hrossum var tekið á hús
og fé beitt með meira móti. Hey
voru víða af skornum skammti,
og kom í góðar jrarfir að hægt
var að spara þau með kjarnfóður-
gjöf allan veturinn.
Um síðustu vetrarhelgina gekk
í norðanhríð, sem stóð í nokkra
daga í útsveitum, en fram til dala
varð minna úr jrví veðri. Þann
snjó, sem ]rá kom, tók þó fljótt
upp, og hlýnaði vel úr sumarmal-
unum. Gróður kom því í fyrra
lagi, svo að sæmilegan sauðgróð-
ur mátti telja í sauðburðarbyrj-
un, um miðjan maí. Tvílembur
þurftu þó fulla gjöf nokkru leng-
ur, en kjarnfóðurgjöf varð mun
minni á sauðburði, en á undan-
förnum árum. Hey gáfust að
mestu upp, en heylevsis gætti yf-
irleitt ekki. Allar skepnur gengu
vel undan vetri, en með færra
móti af ám reyndust tvílembdar.
Síðast í maí kom talsvert hret,
sem stóð þó stutt og olli ekki telj-
andi skakkaföllum.
Þó að vorið væri frekar hlýtt
var jrað úrkomulítið, sérstaklega
seinni hluti jress. Fór gróðri því
frekar hægt fram miðað við hve
hann kom snemma. Vallará-
vinnslu og dreyfingu tilbúins
áburðar lauk þó heldur með
fyrra móti. Seinni liluta júní og
fram í júlímánuð voru stöðugir
þurrkar og frekar kalt, svo að
grassprettu miðaði lítið. Um
Jónsmessuna gerði hret, svo grán-
aði i rót.
Nokkrir rigningardagar komu
fyrir og um miðjan júlí. Var þá