Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 165
HÚNAVAKA
163
breytingar, og er það nú með
tæribandakerfi. Fyrirtækið sá þar
um alla smíða- og raflagnavinnu,
og að auki var framkvæmdastjóri
þess, Einar Evensen, yfirumsjón-
armaður alls verksins.
Framkvæmdir hófust í febrúar
1971, og unnið nær stanzlaust til
nóvemberloka.
Einnig var gengið fullkomlega
frá Unglingaskóla Blönduóss,
auk ýmissa smærri verkefna.
Þegar fyrirtækið tók til starfa
fyrir 15 árum, var grunnflötur
húsnæðis þess um 104 m2. Með
tilkomu nýja hússins er gólfflöt-
urinn hinsvegar 1490 m2, en þar
af er leigt öðrum aðilum 240 m2.
Nægverkefni virðast liggja fyr-
ir á þessu ári, svo fremi sem ekki
komi afturkippur í verklegar
framkvæmdir almennt.
SKr.
FRÁ BÚNAÐARSAMBANDI A.-HÚN.
Árið 1971 er annað árið, sem
Búnaðarsamband A.-Hún. rekur
dreifingarstöð fyrir djúpfryst
sæði, hér í sýslunni.
Sæddar voru 1034 kýr, og var
árangur við fyrstu sæðingu rúml.
72%, sem er mjög gott. Við stöð-
ina störfuðu tveir menn, Njáll
Þórðarson og Þorsteinn Gunnars-
son, héraðsráðunautur, báðir bú-
settir á Blönduósi, auk þess tveir
aðrir, er gegndu starfi örfáa daga
i forföllum. Kostnaður á sædda
kú s. 1. ár reyndist kr. 500.00 fyrir
skýrslufærðar kýr, en kr. 600.00
fyrir þær er ekki var skilað
skýrslu yfir. Þessi mismunur er
hafður til að örfa skýrsluhald hjá
bændum í sýslunni, en árið 1970
var ekki skilað mjólkurskýrslum
yfir nema tæp 30% af tölu
sæddra kúa. Þetta er allt of lítil
þátttaka í skýrsluhaldi. Stjórn B.
S.A.H. hefur ákveðið að auka
þennan gjaldmun um kr. 50.00 á
kú, þannig að árið 1972 verður
innheimt kr. 150.00 hærra gjald
vegna sæðinga á þær kýr, sem
ekki er skilað afurðaskýrslu yfir.
Starfræksla Ræktunarsamb.
var með líkum hætti s. 1. ár og
áður, unnið bæði að margskonar
jarðræktarframkvæmdum og líka
að vegagerð víða í héraðinu. Á
s. 1. sumri keypti sambandið tvær
nvjar jarðýtur, B.D.T. 20 með
ripper og T.D. 9. Einnig keypti
sambandið nýjan Ford Conty
traktor 105 ha. með drif á öllum
hjólum, ýtutönn, jarðvinnslu-
herfi og skurðgröfuútbúnaði.
Samanlagt kaupverð allra þessara
véla var um níu milljónir króna.
Seld var ein gömul beltavél T.D.
9. Vélaeign sambandsins í árslok
var: fimm jarðýtur, tvær skurð-
gröfur og hjóladráttarvél. Má
segja að þetta sé allmikill véla-
kostur. Þó höfðust vart af þau
verkefni er fyrir lágu s. 1. sumar,