Húnavaka - 01.05.1972, Síða 168
166
HÚNAVAKA
Þá er ótalið allt viðhald, en fjár-
magn til þess á árinn nam hálfri
fjórðu milljón króna.
M.Ó.
FRÁ SKÓGRÆKTARFÉLAGI
AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU.
Árið 1960 var kosin ný stjórn í
félagið: Gísli Pálsson, formaður,
sýslumaður Jón ísberg gjaldkeri,
Páll Jónsson ritari og meðstjórn-
endur Dómhildur Jónsdóttir og
Holti Líndal.
Þessi nýja stjórn leitaði eftir
landi undir skógrækt. Þá varð
félagið fyrir því láni, að Helga
Jónsdóttir og Steingrímur Dav-
íðsson l'yrrv. skólastjóri á Blöndu-
ósi gáfu jörðina Gunnfríðarstaði
í Svínavatnshreppi með því skil-
yrði, að landið yrði girt og notað
fyrir skógrækt.
Árið 1961 var svo hafizt handa
um að girða á Gunnfríðarstöðum
um 18 ha land neðan vegar, og
að varnargirðingu, það kostaði
kr. 23.861.00. í þessari girðingu
hafa verið gerðar tilraunir með
margar tegundir plantna. Enn-
fremur var landið plægt til skjóls
fyrir plöntur.
Af þeim tegundum, sem gróð-
ursettar hafa verið, hefur lerki
reynzt bezta og fljótvaxnasta teg-
undin, og voru lerkiplöntur frá
árunum 1963 og 1964 orðnar 169
cm á hæð s. 1. haust. Vill því
stjórn Skógræktarfélags A.-Hún.
hvetja fólk til að fá sér lerki til
að gróðursetja í kringum hús til
fegurðarauka.
Árið 1969 var keypt efni í nýja
girðingu að lengd 2 km, af Jrá-
verandi stjórn og formanni, sem
var Jón ísberg sýslumaður. Um
haustið var hafizt handa um að
setja niður staura og strengja
nokkuð af girðingunni, en því
ekki lokið fyrr en á Þorranum
1970. Innan þessarar girðingar
eru 21 ha lands og kostaði hún
140 þús. kr. Þá var eftir að girða
mikið landsvæði og félagið of fá-
tækt til Jress að girða allt landið
eins og átti að gera.
S.l. haust leigði félagið Hrossa-
ræktunarsambandi Hún. landið
sem er utan skógræktargirðing-
anna tveggja, með því skilyrði,
að það verði afgirt á þessu ári.
I stjórn eru nú: Þormóður Sig-
urgeirsson formaður, Haraldur
Jónsson ritari, Holti Líndal
gjaldkeri. Meðstjórnendur eru:
séra Árni Sigurðsson og Pétur
B. Ólason. Haldnir voru fjórir
stjórnarfundir og aðaltundur fé-
Iagsins. Sendur var maður á aðal-
fund Skógræktarfélags íslands.
Unnin voru 106 dagsverk í
Gunnfríðarstaðaskógi á árinu.
Settar voru niður 6.500 plöntur
í sýslunni á vegiim félagsins, þar
af í Gunnfríðarstaðaskógi 4.695
plöntur, en á öðrum stöðum