Húnavaka - 01.05.1972, Page 170
168
HÚNAVAKA
áætlun hafi staðizt. Auk þess
keypti Sölufélagið nokkur hús af
Kaupfélaginu, sem notuð eru í
sambandi við sláturhúsið.
Einnig var komið upp aðstöðu
til stórgripaslátrunar.
Með tilkomu þessa nýja húss
hefur aðstaða til slátrunar gjiir-
breytzt til batnaðar.
Allar teikningar og yfirstjórn
byggingarinnar sá Teiknistofa S.
I.S. um, en Einar Evensen bygg-
ingameistari sá um allar fram-
kvæmdir hér heima.
A s. 1. hausti var slátrað 40.02M
dilkum og reyndist meðalvigt
14,78 kg. I'lesta dilka lögðn inn:
Gísli Pálsson Hofi 772, meðal-
vigt 15,34 kg, Björn Pálsson
Ytri-L()ngumýri 638, meðalvigt
13,67 kg og Ásbúið 530 dilka,
meðalvigt 14,95 kg. Hæstu með-
alvigt hafði Páll Geirmundsson
17,93 kg.
Á. S. J.
FRÁ HROSSAR/EKTARSAMBANDI
AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU.
Á síðastliðnu ári tók sambandið
á leigu hluta tveggja jarða, til
eflingar hrossarækt í héraðinu.
I Tungunesi var sett upp girðing
ca. 2,5 km- og keypt var efni og
hafinn undirbúningur að girð-
ingu á Gunnfríðarstöðum. Verð-
ur fyrirhugað hólf þar ca. 4 km2.
Allmargir stóðhestar voru not-
aðir á vegum sambandsins s. 1.
vor, og standa vonir til þess að
undan þeim komi hópur efni-
legra folalda nú í vor.
í vetur verða hestarnir Abel
og Vattar afkvæmaprófaðir. Mun
Einar á Mosfelli temja hóp af-
kvæma Abels, en Pétur Berens
mun temja afkvæmi Vattar á
tamningastöðinni á Blönduósi.
Búnaðarfél. Islands legour fram
fjárstyrk til jressara rannsókna,
og mun ráðunautur B. í. í
hrossarækt dæma afkvæmin að
tamningu lokinni. Síðan er hug-
myndin að sýna hestana á fjórð-
ungsmóti hestamanna á Vind-
heimamelum næsta vor.
Auk þessara tveggja áður-
nefndu hesta, á Hrossaræktar-
samband A.-Hún. hestinn Börk
frá Eyhildarholti, í félagi við
Skagfirðinga, og verður hann
notaður í Húnavatnssýslu í vor.
Prill Pétursson
DEMANTSBRÚÐKAUP.
Þann 3. júní 1971 áttu demants-
brúðkaup (60 ára hjúskaparaf-
mæli) hjónin Sigríður Jónsdóttir
og Valdimar Jóhannsson, nú til
heimilis á Ellideild H. A. H. á
Blönduósi.
Sigríður er fædd á Hnjúki í
Vatnsdal 30. sept. 1887, dóttir
hjónanna Jóns Sigfússonar frá
Fossi í Vesturhópi og Guðbjargar