Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 172
170
HÚNAVAKA
Oftar hefur þó verið farið ef á
hefur þurft að halda. Aðallega
eru notaðar tveggja hreyfla flug-
vélar, níu manna. Farþegaflutn-
ingur er látinn sitja í fyrirrúmi,
en einnig er fluttur póstur og
vörur eftir því, sem pláss leyfir.
Flugfélagið annast einnig flug
til Siglufjarðar, og er stundum
flogið þangað um leið og til
Blönduóss. AfgTeiðsla Vængja hf.
í Reykjavík er á Reykjavíkur-
flugvelli, en á Blönduósi hjá
Sverri Kristóferssyni.
Sv. K.
FRÉTTAVIÐTAL.
Á Blönduósi er slysavarnadeildin
Blanda starfandi. Húnavaka leit-
aði frétta hjá formanni hennar,
Hjálmari Eyþórssyni, um starf-
semi hennar á liðnu ári.
Hvað er að frétta af slysavarna-
deildinni Blöndu?
Af slysavarnadeildinni Blöndu
er lítið að frétta, þetta hefur ver-
ið rólegt ár hjá okkur, fáar æf-
ingar. Skipt var um björgunar-
sveitarformann, Guðni Vigfús-
son varð að hætta vegna anna
við starf sitt, en við tók Gunnar
Sigurðsson.
Hvað er petta stór sveit?
Þetta er 15 manna lið, sem er
ákveðið að þjálfa, en auk þess
eru sjálfboðaliðar o. fl. sem við
köllum varalið og viljum hafa
með. Einnig má nefna það, að
hjálparsveit skáta er nokkurs
konar angi af slysavarnadeildinni
og þeir starfa með okkur. Ég tel
að þeir hafi sýnt sérstakan áhuga
á að það verði framvegis. Eðli-
lega er leitað til okkar fyrst og
fremst, t. d. ef kallað er út, en
við gerum aldrei neitt, nema tala
við formann hjálparsveitarinnar
um leið, vegna þess að við telj-
um að við eigum að vinna sam-
an.
Hafa nokkur útköll verið d ár-
inu?
Ef ég man rétt, hafa útköll
verið 3. Og sem betur fer, hefur
úr rætzt áður en til leitar hefur
komið. í eitt skiptið vorum við
tilbúnir að leggja af stað, en bið-
um nánari fyrirmæla. Þá var kall-
að út svo mikið lið sem við gát-
um náð í fyrirvaralaust. Menn
voru hér og þar í vinnu, en 20
mín. eftir að fyrsta kall barst
voru komnir yfir 20 menn á á-
kveðinn stað á Blönduósi, og inn-
an klukkutíma voru 38 manns
tilbúnir til leitar. Þetta var þegar
þyrla landhelgisgæzlunnar brot-
lenti í óbyggðum sunnan jökla.
Slysavarnadeildin reisti björg-
unarskýli i Sandárstokkum á
Auðkúluheiði d árinu, hvað get-
ur þú sagt mér af pessu húsi og
búnaði pess?
Við komum þessu skýli fram