Húnavaka - 01.05.1972, Qupperneq 180
178
HÚNAVAKA
er skoðun mín, að í starf þetta
þurfi að ráða ungan og dugmik-
inn mann.
Að endingu vil ég taka það
fram, að reynsla mín á undan-
förnum árum hefur sýnt mér það
að unga fólkið hefur tekið félag-
inu mjög vel. Ég hygg að það
skipti við okkur góður hluti þess,
og það er mjög ánægjulegt, því
að það sýnir að í framtíðinni
stefnir fólkið inná það að skipta
við sitt eigið félag, sem ég held
fram að Byggðatrygging sé. Ég
vil gjarna nota þetta tækifæri til
að minna Húnvetninga á það
ennþá einu sinni, að við erum
starfandi hér á Blönduósi og
veitum öllum þær upplýsingar
og fyrirgreiðslu, sem um er beð-
ið, og við getum.
Jóh. Guðm.
frA slökkvilbdi.
Árið 1958 sameinuðust hreppar
í A.-Hún., að undanskildum
Skaga-, Höfða- og Bólstaðarhlíð-
arhreppum, um kaup á slökkvi-
bíl í héraðið, og er hann stað-
settur á Blönduósi. Fyrstu árin
var mjög lítið um útköll, sum
árin ekki neitt. Nú upp á síð-
kastið hefur ástandið farið versn-
andi, og skulum við líta á saman-
burð síðustu fjögurra ára.
Árið 1968 var ekkert útkall,
1969 3 útköll, 1970 3 útköll og
1971 voru útköll hvorki meira
né minna en 7, þar af 4 á
Blönduósi. Er þetta geigvænleg
tala. Ýmsir þessara bruna eru
þess eðlis, að koma hefði mátt í
veg fyrir þá ef eldvarnareftirlit
hefði verið í lagi. Ég álít, að taka
verði eldvarnareftirlit fastari
tökum en verið hefur, og vil
hvetja sveitarstjórnir til að hafa
forgöngu um þau mál, því óbæt-
anleg tjón geta orðið úr litlum
neista.
í slökkviliðinu eru nú starf-
andi 19 menn.
Þorl. Arason.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI
Á BLÖNDUÓSI.
Árið 1971 var greiddur ellilíl-
eyrir í A.-Hún. kr. 16.315.000,00,
örorkulífeyrir kr. 3.603.000,00,
örorkustyrkur kr. 1.056.000,00,
fjölskyldubætur kr. 5.964.000,00,
ekkjubætur kr. 371.000,00,
mæðralaun kr. 516.000,00, og
óendurkræfur barnalífeyrir kr.
1.260.000,00.
Greiddar atvinnuleysisbætur á
Blönduósi 1971 voru krónur
388.000,00 og á Skagaströnd kr.
1.026.000,00. Eru þá bætur til
bifreiðastjóra ekki meðtaldar.
Innheimtar voru tekjur til
ríkisins og trygginganna á sl. ári
í Húnavatnssýslu, frá einstakl-